Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 19

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 19
var ályktaö, að skrifari kirkj uíeiagsins skyldi senda það bisk- upi Islands, hr. Hallgrími Sveinssyni. 1000-1900. Prédikan út af fagna'iaratburði kristnitökunnar, sem séra Jön Bjarna- son flutti í Selkirk að kvöldi sunnudagsins 24. Júní. Enn sagði hann þeim þessa dœmisðgu: Líkt er guðs ríki súrdeigi því, er kona ein tók og faldi í þrem mælum mjöls, unz það allt sýrffist.—Matt. 13, 33 (Lúk. 13, 20—21). það er fyrir oss alla, kristna íslendinga, stór hátíðardagr í dag. Árið þetta, sem nú er yfir oss að líða, er eins og þér vitið allir, kærir tilheyrendr, júbílár—drottinlegt fagnaðarár— í kirkjusögu þjóðar vorrar. Árið 1900 bendir til baka til árs- ins 1000, þá er kristindómrinh fyrir náð drottins varð íslenzk þjóðareign. Vér rennum huganum aftr í tímann, fljúgum í anda yfir úthaf heilla níu alda, níu hundruð ára, til þess að nema staðar við lang-merkasta og fagnaðarríkasta atburðinn í þjóðlífi voru—kristnitöku Islendinga á alþingi þetta síðar nefnda ár. Og það vill þá líka svo vel til, að nú einmitt í dag eru nákvæmlega níu hundruð ár liðin síðan kristnitakan hjá forfeðrum vorum varð að alþjóðarsamþykkt. því á Jóns- messu, 24. dag Júnímánaðar, árið 1000 eftir Krists fœðing var það, að sú allsherjar þjóðarsamþykkt náði fram að ganga á þingvelli við Öxará. „þetta er sá dagr, sem drottinn gjörði“—segir hið guðinnblásna sálmaskáld á gamla testa- mentis tíðinni—; ,,fögnum og verum glaðir f honum“ (Sálm 118, 24). Árið er fyrir oss fagnaðarár, og þessi dagr stendr úthleyptr í endrminningunni eins og aðal-dagrinn,—sannkall- aðr afmælisdagr íslenzku kristninnar. það þarf ekki fyrir neinum kristnum íslendingum að fœra fram nein rök þvf til stuðnings, að hér sé fyrir oss að minnast framúrskaranda fagnaðarefnis. þeir allir, sem með trúuðum hjörtum halda því föstu, að sæla sín hin lang-mesta sé í þvf

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.