Sameiningin - 01.08.1900, Page 21
kristnitökunni fór óðum að birta og hlýna. Dagrinn fœddist
þá áreiöanlega í þjóðlífi Islands. pað er sýnileg dagsbirta yfir
íslandi á elleftu öldinni. En það var nótt yfir Islandi á tí-
unduöldinni. Villudóms-einkennin hjá forfeðrum vorum fóru
minnkandi og fækkandi þegar undir eins eftir að kristindóm-
inum hafði verið leyfð landsvist hið ógleymanlega ár—árið
iooo. Fornsögu-öldin endar að vísu ekki fyrr en sem svarar
einum lökum mannsaldri eftir það. því svo lengi er söguefn-
ið gamla, vígaferlin, hinar blóðugu mannhefndir, til í þjóð-
lífinu. En mjög fjarri fer því þó, að heiðindómsandinn gamli
haldi sér á þeim mannsaldri með sama kraftinum eins og áðr.
Sögur vorar bera þess marg-endrtekinn vott, það af þeim,
sem nær inn á það tímabil, að þá er óðum að verða ljós í
landinu, sannkristilegt trúarljós, og að ljómandi geislar af því
ljósi eru þegar komnir og farnir að hafa vakl yfir samvizku
þjóðarinnar.
Arið ioii koma fyrir tvö voðaleg hryðjuverk á Islandi,
annað um vorið, hitt um haustið, svo skelfileg, að ekkert er
meira í þá átt á heiðindómsöldinni áðr í sögu landsins. Ann-
að er víg Höskuldar Hvítanesgoða. Hitt er Njálsbrenna. í
hvorutveggja þeirra hryðjuverka kemr hinn forni heiðindóms-
andi fram í sínum algleymingi. En hins vegar bregðr þar á
báðum stöðunum fyrir svo mikið af birtu kristinnar trúar, að
engum getr dulizt, að ný öld, óendanlega miklu betri og sælli
en hin gamla, er runnin upp yfir þjóðina. þegar Höskuldr féll,
sagði hann : ,,Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yðr. “ Hann dó
eins og hinn fyrsti kristni píslarvottr.—En eigi síðr er stór-
kostlegt að hugsa um Flosa þórðarson, þegar hann á ferð
sinni til alþingis hittir Hildigunni bróðurdóttur sína, og hún
kastar yfir hann skikkjunni, er Höskuldr, maðr hennar, var
veginn í, svo að blóðlifrarnar dundu um hann allan, og særði
hann f œðisgengnum grimmdarhug við allt heilagt og guðlegt,
að koma blóðhefnd fram á banamönnum hins látna, eða heita
hvers manns níðingr ella. það óskaplega sálarstríð, sem þeim
manni nauðugum og alveg óvænt var þákastað út í! ,,Flosa
brá svo við“—segir söguritarinn—, ,,að hann var í andliti
stundum sem blóð, en stundum fölr sem nárr, en stundum