Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 22
102
blár sem hel. “ Tvö andstœð öfl eru að brjótast um í sálu
hans, og það lítr út fyrir, að hann rnuni ætla að verða algjör-
lega slitinn sundr af ]?eim öflum—heiðindóminum og kristin-
dóminum. Hann vildi lang-helzt, að sáttum yrði komið á,
heiðarlegum sáttum, og í þá átt var hann knúðr af anda krist-
innar trúar ; en heiðindómsandinn heimtaði hefnd. Og eftir
að hann hafði svo átakanlega verið særðr af frændkonu sinni,
syrgjandi ekkju hins vegna saklausa manns, var nálega auð-
sætt, að hann myndi neyðast til að taka það ráð, er öllum
gegndi verst. Sáttatilraunin á alþingi misheppnaðist.—Og
svo urðu úrræðin þau, að brenna þá Njál og sonu hans inni.
En þegar loks er gripið til þess voðalega óyndis-úrræðis, er
hin kristna samvizka Flosa enn vakandi. Hann lýsir yfir því
í heyranda hljóði, er hann á þennan hátt með mönnum sínum
soekir að bœnum að Bergþórshvoli, að þetta sé stór ábyrgðar-
hlutr fyrir guði, þar sem þeir sjálfir sé menn kristnir. Og er
þar sýnt, hve síerkt afl kristindómrinn er þá þegar farinn að
verða í þjóðlífinu á Islandi, þó að hann sé ekki enn orðinn
nógu sterkt afl til þess að afstýra þessu voðaverki. En voða-
verkin heiðinglegu fara svo stórum dvínandi. Og þegar kom-
ið er fram á miðja þá öld, er kristindómrinn búinn að fá svo
mikið vald yfir satnvizku þjóðarinnar, að landið má kalla vel
kristið land. Undir lok aldarinnar er svo komið, að vopna-
burðr meðal höfðingja hefir nálega með öllu lagzt niðr og
þjóðin nýtr fullkomins friðar og velsældar í skjóli blómlegrar
kristinnar kirkju.
Og vitanlega er það kristindómrinn, sem framleiddi hinar
merkilegu forn-íslenzku bókmenntir á tólftu og þrettándu öld-
inni, bókmenntir, sem hafa svo sterkt lífsmagn, að þær halda
áfram að vaxa og fullkomnast um langa tíð eftir að trúarlífið
í kirkjunni er komið í hörmulega visnan og sýnist ekki framar
eiga neina viðreisnarvon. A Sturlungaöldinni er heiðindómr-
inn aftr fallinn yfir land og lýð, þó að þjóðin gangi þá enn und-
ir kristnu nafni ; og sá nýi heiðindómr er að sumu leyti enn
þá ömurlegri en hinn forni, þar sem menn á þeirri fráfallstíð
með kristinni trúarjátning í orði kveðnu voru þá óðum að vaxa
niðr á við. En þó að trúarlífsástandiö vari svo hryggilegt