Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 30

Sameiningin - 01.08.1900, Qupperneq 30
heima í; og brátt fengust eumig menn til fyrir hina lands- fjóröungana til þess að helga sig og heitbinda líf sitt drottni til þjónustu á sama hátt. .,Svo áminni eg yör, brœör, í guðs náðar nafni, að þér framseljið líkami yðar eins og fórn, lif- andi, helga, guði velþóknanlega, (sem er) skynsamleg guðs- dýrkan yðar. “ þannig ritar Páll postuli í upphafi 12. kapí- tulans í Rómverjabréfinu. Sannleikr þeirra postullegu orða er auðheyrt alráðandi í sálum þessara göfugu forfeðra vorra á hinum merkilega fundi. þeim skilst það, að með þessu móti hljóti málefni kristinnar trúar að verða borgið á Islandi. þeim skilst það, að þessir einstöku, er lögðu sjálfa sig fram sem lifandi fórn drottni Jesú til handa, myndi á J>ann hátt verða að heilögu súrdeigi með svo miklum krafti í sér, sem dygði til þess að sýra allt deigið, umskapa heiðingjana, kristna allt landið. Ef vér í hinni kirkjulegu starfsemi vorri fetum samvizkusamlega í fótspor mannanna, sem fyrir níu hunðruð árum útveguðu kristninni lagaleyfi til landsvistar á ættjörð vorri, þá verðr líka málefni kristindómsins hjá oss áreiðanlega borgið. Sjáum að eins um það, að kristindómrinn hjá oss haldi sínu heilaga súrdeigseðli ; þá er öllu óhætt,—algjörlega óþarft að kvíða fyrir því, að vér liggjum undir í viðreigninni við hin andstœðu vantrúar-öfl og siðspillingar-öfl í mannfélagi voru. Látum hina kirkjulegu prédikan vora vera drottinlegt súrdeig. Látum barna-uppfrœðsluna kirkjulegu hjá oss vera samskonar súrdeig. Látum hvern einasta söfnuð í kirkjufé- lagi voru vera slíkt súrdeig. Látum prestana og leikmennina, sem heyra til félagshópi vorum,keppa hver við annan í því að gjöra líf sín að kristilegu súrdeigi. þá er sjálfum oss og hinu góða málefni, sem vér höfum sameiginlega með höndum frá frelsara vorum Jesú Kristi, sigrinn vís.—Ekki skal því að vísu gleymt, að hinu illa og óguðlega er líka í heilagri ritning líkt við súrdeig. ,,Varizt fyrst og fremst súrdeig farísea, það er : hrœsnina“—segir Jesús (Lúk. 12, 1). Á öðrum stað segir hann lærisveinum sínum, að þeir skuli vara sig á súrdeigi bæði farísea og sadúsea (Matt. 16, 6). Og til Korinþumanna segir Páll postuli: ,,Takið burt gamla súrdeigið, svo að þér fram- vegis getið verið nýtt deig“ (1. Ivor. 5, 7), og gjörir svo

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.