Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 31

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 31
iti undir eins grein fyrir því, um hvaö hann er að hugsa, þegar hann kemr með þessa áminning,—segjandi: ,,Höldum því hátíð—ekki meö hinu gamla súrdeigi, eör súrdeigi vonzkunnar og prettvísinnar Vonzkan og vantrúin, siöspillingin og óguðleikinn hefir líka það eðli í sér að geta breiðzt út frá manni til manns, læst sig inn í fleiri og fleiri mannslíf með hræðilegum súrdeigskrafti. En ef kristindómrinn fær full- komlega að njóta sín í kirkjunni, þá er þó fyrir engu að kvíða úr hinni áttinni, fyrir þá sök, að ríki guðs er sterkara en ríki hins vonda ; súrdeigið kristilega hefir meiri mátt í sér en hið djöfullega súrdeig, Eg get vel skilið það, að yðr, kæru kristnu tilheyrendr, ofbjóði það einatt, hve stórkostlega ranglætið, spillingin og heimskan veðr uppi í þjóðlífinu íslenzka. Mér hefir líka marg-oft ofboðið það. En einblínum þó ekki á þau ískyggi- leigu teikn tímanna, því það gæti svo hœglega leitt til þess, að vér fœrum að örvænta um sigr hins góða, og þar af leiðanda um framtíðarheill þjóðflokks vors beggja megin hafs. Látið, vinir mínir, ekki freistazt til þeirrar ímyndunar, að það þurfi endilega að upprœta illgresið á þjóðlífsakri vorum, svo framar- lega sem hin andlega akuryrkja þar eigi að hafa nokkurn á- árangr eða koma að tilætluðum notum. Vérgetum ekki upp- rœtt illgresið, hversu mikið sem oss kynni að langa til þess. Og vér mœttum það ekki, þótt vér gætum það. Hugsum sem allra minnst um illgresið. En hugsum um hveitið. Hugsum um það, að vera sjálfir drottinlegt hveiti, með fullum lífs- krafti. Illgresið—slíkt illgresi—getr ummyndazt og orðið að hveiti, og að því leyti, sem það ekki ummyndast, skal það fyrr eða síðar þoka fyrir hveitinu. Drottinn sjálfr, hann, sem á akrinn, sér fyrir því. Hugsum ekki um það, að elta alla lygi og heimsku, sem haldið er á lofti nú á þessum tíma í rœðu og riti í því skyni að leiða íslenzka alþýðu á glapstigu ;— það yrði mjög þreytandi og alveg þýðingarlaus eltingaleikr. En hugsum um það með lífsáhrifum vorum og kenningum vorum að láta svo mikið af sannleik, guðlegum kristilegum sannleik, út frá oss ganga inn í þjóðlíf vort, að lygin og villan komist þar ekki fyrir, smávisni upp og deyi. Gjörum allt,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.