Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1900, Side 32

Sameiningin - 01.08.1900, Side 32
sem í voru valdi stendr,til þess aö hin kristilega flóöalda, sem eg áöan var um aö tala, magnist, magnist svo stórkostlega og gleðilega, að hún sópi öllu illu burt úr þjóðlífi voru, því öllu, sem engan hœfilegleik hefir í sér til þess að geta ummyndazt á guði velþóknanlegan hátt.—Maðr spurði Moody, hinn mikla kristna prédikara, sem andaðist rétt fyrir jólin síðustu, hvern- ig hann ætti að fara með sjálfan sig, því hjarta sitt væri svo spillt. ,,Láttu“—svaraði Moody—,,nógu mikið þar inn af heilögum anda guðs. “ Með því móti myndi vonzkan í hjart- anu dvína, og á endanum alls ekki koma til greina. Alveg eins og ef nógu lengi væri hellt tæru uppsprettuvatni í ílát með óhreinu og skemmdu vatni, þá myndi skemmda vatnið smásaman hverfa og eyðast loks þar í ílátinu algjörlega. Hellum þá líka nógu miklu hreinu andlegu vatni inn í hina gruggugu tjörn nútíðarþjóðlífsins íslenzka. Látum þangað stöðugt renna strauma lifanda vatns út frá oss í hinni kristnu kirkju vorri. þá hreinsast vatnið í tjörninni áreiðanlega— alveg eins og það forðum svo undr fljótt og gleðilega hreins- aðist eftir að hin ógleymanlega alþjóðarsamþykkt var gjörð kristindóminum viðvíkjandi á alþingi Islendinga þennan dag fyrir níu hundruð árum. Munið allir, kristnir menn, eftir dœmisögu frelsarans um súrdeigið. ,,EIMREIDIN“, eitt fjölbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á ís- lenzku. Ritgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. bvert hefti Eæst hjá H. S. Bardal, S. Bergmann o. fl. ,,ÍSAFOLD“, ’.ang-mesta blaðiö á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt áriö; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, 557 Elgin Ave,, Winnipeg, er útsölumaðr. „VERDI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarrit Jieirra séra Jóns Helgasonar og Haralds Níelssonar i Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bardals í Winnipeg og kostar 6o cts. „KENNARINN“, mánaöarrit til notkunar við kri.tindómsfrceðslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahúsum; kemr út í Minneota, Minn. Argangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstj >ri séra Björn B Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega,12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg,; greiðist fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—otgáfunefnd: Jón Bjarnasonfritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal, Rúnólfr Marteinsson og Jónas A. Sigurðsson. PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNIPEG.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.