Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 2
2 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR ATVINNUMÁL Nýtt afgreiðslukerfi verður tekið í notkun hjá bifreiða- stöðinni Hreyfli fljótlega á nýju ári. Um er að ræða GPS-kerfi, sem bæði eykur öryggi leigubílstjóra og hefur ýmsa fleiri kosti í för með sér, að sögn Sæmundar Sigurlaugssonar framkvæmdastjóra á Hreyfli. Í síðustu viku varð leigubílstjóri fyrir því að fíkniefnaneytandi ógn- aði honum með sprautunál og rændi hann. Bílstjórinn sagði þá í viðtali við Fréttablaðið að sitt fyrsta verk yrði að fá sér öryggismyndavél í bifreið sína, með tilheyrandi merk- ingum á rúðum hennar. „Það eru vélar í nokkrum bílum á Hreyfli,“ segir Sæmundur og bætir við að það sé einkamál hvers og eins bílstjóra hvað hann geri í þeim efnum. „Við höfum ekkert á móti því að bílstjórarnir fái sér myndavélar. Það er hverjum og einum í sjálfs- vald sett,“ bætir hann við. „Hins vegar rekum við engan áróður fyrir þessum vélum. Vissulega næst mynd af þeim sem brýtur af sér gegn bílstjóra en skaðinn er þá skeður fyrir það.“ Spurður um varnir sem bílstjórar á Hreyfli geti gripið til komi eitt- hvað upp á segir Sæmundur að í bíl- unum sé neyðarhnappur sem hægt sé að ýta á. „Þá opnast fyrir allt sem gerist í bílnum inn á símaafgreiðslu hjá okkur. Bílstjórinn þarf að greina frá því hvar hann er.“ Í kringum 1. mars næstkomandi verður nýja kerfið tekið í notkun. Þá þarf bílstjórann einungis að ýta á neyðarhnappinn og þar með sér afgreiðslan nákvæmlega hvar hann er staddur og að hann þurfi neyðar- aðstoð. Sæmundur segir þessa fjárfestingu kosta um 140 milljón- ir króna. „Það koma litaskjáir í alla bíla og afgreiðslukerfið verður GPS-vætt,“ útskýrir hann. „Auk þessa teljum við að þetta eigi að spara bílstjórum eldsneyti, vinni þeir eftir kerfinu. Viðskiptavinirnir fá bílana einnig fyrr. Kerfið verður þannig forritað að sé stæði leigubíla orðið autt þá leitar kerfið að þeim bíl sem næstur er í stað þess að senda frá svæðum sem eru lengra í burtu. Þetta er til mikilla bóta fyrir viðskiptavini og bílstjórana okkar.“ Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir enga bílstjóra með myndavélar í bílum stöðvarinnar og ekki standi til nein- ar breytingar á því. Menn hafi tal- stöð sem í sé öryggis hnappur. jss@frettabladid.is HREYFILL Afgreiðslukerfið verður GPS-vætt á nýju ári, sem eykur öryggi bílstjóra og kemur viðskiptavinum til góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýtt GPS-öryggis- kerfi sett í leigubíla Sett verður upp nýtt afgreiðslukerfi hjá Hreyfli á nýju ári sem hefur meðal ann- ars í för með sér stóraukið öryggi fyrir bílstjórana. Stutt er síðan leigubílstjóra var ógnað með sprautunál og hann rændur. Ekki standa til breytingar hjá BSR. SPURNING DAGSINS DÝRAHALD Ljós í hesthúsinu, mjúk tónlist og loftvift- urnar á hæsta styrk eru þau heilræði sem Sigurbjörn Bárðarson hestamaður gefur þeim sem eru með hross á húsi á gamlárskvöld. Hann og fjölskylda hans eru með hross í Breiðahvarfi í Kópavogi og hafa því reynslu af því hvernig best sé að búa að hrossunum meðan flugeldaskothríðin gengur yfir um áramótin. „Best er að hafa útvarpið fremur hátt stillt með mjúkri tónlist. Hún dregur athygli hrossanna frá hávaðanum í flugeldunum,“ segir Sigurbjörn enn fremur og bætir við að suðið í loftræstikerfinu geri það einnig. Loka skuli öllum gluggum. Þá sé gott að gefa hrossunum heldur meira en venjulega. „Hljóðið skiptir höfuðmáli við þessar aðstæður,“ segir hann. Sigurbjörn getur sem hundaeigandi einnig gefið góð ráð varðandi hunda á gamlárskvöld. „Við höfum okkar hunda í því rými sem þeir eru vanir að vera í, drögum fyrir glugga, kveikjum ljós og höfum einnig tónlist þar. Við höfum nóg af vatni hjá þeim og gefum þeim bein að naga.“ Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir, kattaræktandi í Hlíðunum, segir að kettirnir eigi að fá að vera frjálsir ferða sinna á heimilinu. Þeir velji sér sjálfir stað, þar sem þeir upplifi sig öruggasta og kúri sig þar. Alls ekki eigi að loka þá inni í búrum eða að reyna að halda á þeim vilji þeir það ekki. „Svo þarf að passa að hafa alla glugga vel lokaða og dregið fyrir þá,“ bætir Hrafnhildur við mælir með tónlist fyrir kettina. Hins vegar kveðst hún ekki mæla með róandi lyfjum fyrir dýrin. - jss DÝR Á GAMLÁRSKVÖLD Gera má ýmsar ráðstafanir á gamlárs- kvöld til að dýrunum líði vel. Hestar, hundar og kettir geta orðið skelkaðir í skoteldalátunum á gamlárskvöld: Ljós og tónlist best fyrir dýrin Snorri, er ekki útilokað að láta hendur standa fram úr ermum í þessum bol? „Jú, en þá lætur maður bara hendur standa fram úr hlýrum.“ Handknattleikskappinn Snorri Steinn Guðjónsson og félagar hans í AG Kaupmannahöfn spila í nýstárlegum ermalausum keppnistreyjum sem hafa hlotið blendin viðbrögð í boltanum. DANMÖRK, AP Þrír mannanna fjög- urra sem handteknir voru í Kaup- mannahöfn á miðvikudag voru í gær úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þeir eru sakaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á danska dagblaðið Jyllandsposten. Þeir eru allir búsettir í Svíþjóð. Einn er 44 ára og ættaður frá Túnis, annar 29 ára og fæddur í Líbanon en sá þriðji er þrítugur. Ekki var gefið upp hvaðan hann er. Fjórði maðurinn var látinn laus, en hann er frá Írak og býr í Danmörku. Við húsleit á heimili hans fannst hvítt duft, sem þegar til kom reyndist vera meinlaust, líklega hveiti. Lögreglan segir hann enn grunaðan um aðild að málinu, en bróðir hans segir hann saklausan: „Hann er kallaður hryðjuverka- maður vegna þess að hann er sann- trúaður múslimi,“ segir bróðirinn. Fimmti maðurinn er í haldi lögreglunnar í Svíþjóð, einnig grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu árásarinnar. Jakob Scharf, yfirmaður leyni- þjónustu dönsku lögreglunnar, segir að mennirnir hafi ætlað sér að gera árásina nú fyrir helgi. Hún átti að sögn Scharfs að verða með svipuðu móti og árásirnar í Múm- baí á Indlandi árið 2008. - gb Þrír hinna handteknu úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Danmörku: Einn mannanna látinn laus GRUNSAMLEGT EFNI Lögreglan hafði mikinn viðbúnað þegar hvítt efni fannst í íbúð eins hinna handteknu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Maður hefur í Héraðs- dómi Suðurlands verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögregluvarðstjóra. Hann sló varðstjórann, sem var við skyldustörf, í andlitið. Maðurinn, sem játaði sök fyrir dómi, hefur nokkrum sinnum hlotið dóma, meðal annars vegna fíkniefnabrota. Síðast var hann dæmdur á skilorð í febrúar á þessu ári. Það skilorð rauf hann með broti sínu nú. Málin voru því bæði tekin til meðferðar og dæmd í einu lagi. - jss Tólf mánaða fangelsi: Réðst á lög- regluvarðstjóra REYKJAVÍK Borgarbúar geta farið með jólatrén sín endurgjalds- laust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðu- fyrirtækjum og íþróttafélögum. Sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré nú fremur en í fyrra. Nokkur íþróttafélög í Reykja- vík munu á nýju ári bjóða borgar búum upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónust- an hafa til að mynda samstarf um hirðingu jólatrjáa. Íslenska gámafélagið sækir jólatré á heimili og í fyrirtæki. Hægt er að panta hirðingu trjáa á netinu hjá fyrirtækjunum. Sparnaður hjá borginni: Jólatrén verða ekki sótt heim NEYTENDUR Fréttablaðskassar Pósthússins á landsbyggðinni hafa verið teknir niður tímabundið. Þeir verða settir upp aftur eftir þrettándann. Ástæða þess að kassarnir voru teknir niður er hætta á skemmdar- verkum í kringum áramót. Á heimasíðu Pósthússins má sjá hvar hægt er að nálgast Frétta- blaðið í millitíðinni. Þá hefur Pósturinn læst póstkössum sem staðsettir eru utanhúss á höfuð- borgarsvæðinu yfir áramótin. - þeb Koma aftur upp eftir áramót: Fréttablaðskass- ar teknir niður PÓLLAND, AP Anders Högström, 35 ára sænskur nýnasisti, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi í Póllandi fyrir að hafa skipulagt þjófnað á alræmdu skilti Auschwitz-útrým- ingarbúðanna í lok síðasta árs. Högström viðurkenndi aðild sína að ráninu. Búist er við að hann verði fluttur til Svíþjóðar á næstu vikum til að afplána dóm- inn þar. Sex menn tóku þátt í rán- inu. Tveir Pólverjar hlutu örlítið styttri fangelsisdóma en Hög- ström, en þrír Pólverjar voru dæmdir í mars. Pólski saksóknar- inn segir megintilgang þeirra hafa verið að hagnast á sölu skilt- isins. - gb Sænskur nýnasisti dæmdur: Stóð að stuldi alræmds skiltis SKILTIÐ Í AUSCHWITZ Mennirnir rændu því aðfaranótt 18. desember á síðasta ári. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Andri Árnason, verj- andi Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, kveðst furða sig á að þingnefndin sem yfirfór skýrslu rannsóknar- nefndar Alþing- is um hrunið og síðar þingið sjálft skuli ekki hafa haft aðgang að lykilgögnum þegar ákvörð- un var tekin um að ákæra Geir fyrir landsdómi. Þetta kom fram á í fréttum Stöðvar 2 í gær. Andri byggir ályktun sína á því að Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir gögnum sem tengjast Geir. Er þar um að ræða tölvupósta, skýrslutökur og minnisblöð sem voru í vörslu rannsóknarnefndar Alþingis og eru geymd hjá Þjóðskjalasafni Íslands. - gar Verjandi Geirs Haarde hissa: Þingnefnd var án lykilgagna ANDRI ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.