Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 20
18 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Í sland stendur á tímamótum. Björgunarleið- angrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breyt- ingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóð- arinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálum Samdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatrygg- ingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindir Á næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðar innar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auð- lindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálum Við verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðug leikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaup- máttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar innar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar fram- kvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarháls- virkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, upp- byggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja Ljúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjár- málastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbygging- unni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raun- sæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, samein- ing stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbygg- ingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun far- sælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahags- mála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á kom- andi ári. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Nú sækjum við fram! JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR V ið lok þessa árs má finna sterkt fyrir þeirri von hjá fólki að næsta ár geymi betri tíma. Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóð- félagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggj- ast á eitt. Ýmis mál voru gerð upp á árinu 2010. Fæst þeirra geyma góðan vitnisburð fyrir stjórnarflokkana. Það væri nær að segja að ríkisstjórnin hafi verið í sam- felldum átökum við þjóðina. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins rann út í sandinn, næstum hver einasti kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave- samningana hafnaði niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og fjárlög byggðust á enn frekari álögum á heimili og fyrirtæki og niðurskurði sem ekkert samráð hafði verið haft um. Getuleysi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna skapaði ósætti í samfélaginu og margt fleira má tína til af þessum toga. Dapurleg mistök Gott samstarf náðist á milli stjórnmálaflokka á Alþingi um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis. Vonandi leiðir það samstarf til bættra vinnubragða á þingi og í stjórnsýslunni. En dapurleg voru mistök meirihluta Alþingis sem ákvað að kalla saman lands- dóm til að rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra og draga þar með stjórnmálin inn í réttarsal. Þau mála- lok voru Alþingi til minnkunar og skömm að atkvæða- greiðslu sumra þingmanna þar sem höggi var komið á pólitíska andstæðinga en eigin flokksmönnum hlíft. Þörf á styrkri stjórn Þrátt fyrir að liðið ár geymi fjölmörg dæmi um mis- tök, rangar áherslur og sundurlyndi er eina leiðin fram á við að láta ekki deigan síga. Við erfiðar aðstæður er sem aldrei fyrr þörf á sáttavilja, skýrri framtíðarsýn og bjartsýni um að hægt sé að sigrast á erfiðleikunum. Staðreyndin er að við höfum öll færi á að skapa hér bjartari framtíð. Það er því full ástæða til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Sundurlyndi á stjórnar- heimilinu og ágreiningur um grundvallarmál, þar sem engin málamiðlun er í augsýn, eykur hins vegar á vandann einmitt þegar þörf var á styrkri stjórn og skýrri stefnu. Það er táknrænt fyrir það, hvernig ástandið er orðið, að helsta fréttaefni síðustu daga ársins er af átökum innan stjórnarliðsins og augljóst að líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Endurreisn á traustum grunni Næstu mánuðir verða afdrifaríkir um það, hvernig til tekst næstu árin við að bæta lífskjörin. Afar mikil- vægt er að ná ábyrgum kjarasamningum sem stuðla að endurreisn á traustum grunni. Eins er það grund- vallaratriði að fjárfesting í atvinnulífinu hefjist, því með henni fylgir brýn atvinnu- og verðmætasköpun. Í efnahagsmálum leggjum við sjálfstæðismenn áherslu á að hlífa fólki og fyrirtækjum við frekari álögum, örva hagvöxt og styðja þá sem vilja láta til sín taka. Við trúum því að leiðin til þess að vinna bug á efnahagsvandanum sé að virkja alla til þátt- töku. Leið ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn því miður orðið til þess að auka byrðar þeirra sem hafa það erfitt fyrir og gera þeim erfiðara fyrir sem vilja reyna að spreyta sig og finna kröftum sínum viðnám. Þannig dýpkar efnahagslægðin og dregst á langinn. Það er því óhjákvæmilegt að breyta um stefnu við stjórn landsins. Nýtum tækifærin Við búum í fámennu landi með tiltölulega einfalda atvinnuvegi. Lýðræðishefð er rík á Íslandi og okkur hefur tekist, þrátt fyrir ágreining um stefnu og áherslur, að tryggja miklar framfarir í þjóðlífinu. Sá árangur og reynsla getur reynst okkur mikilvægt veganesti ef við berum gæfu til að leysa úr læðingi það afl sem býr í fólkinu. Nú berast jákvæð tíðindi af ástandi fiskistofnanna í kringum landið, við eigum dýrmætar orkuauðlindir og þjóðin er vel menntuð. Það er því engum vafa undirorpið að allt það sem þarf til að binda skjótt enda á efnahagsþrengingarn- ar er til staðar. Nú þarf einungis að bretta upp ermar, ganga hreint til verks og nýta tækifærin. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég lands- mönnum öllum hamingju og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Stöndum saman – nýtum tækifærin BJARNI BENEDIKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.