Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 12
12 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR E inhvern veturinn fyrir um það bil fimm eða sex árum fór ég að taka eftir því hvernig strákar í umhverfi mínu ferðuðust um. Þeir brunuðu um á hálfgerð- um barnahjólum með háu stýri og háu sæti – einhvers konar hjólabrettahjól – þeir voru ljóslausir, hjálmlausir, endurskinsmerkja lausir, með dökkar húfur og dökkklæddir að öllu öðru leyti í vetrar rökkrinu, héldu sig minnst við hjólastíga en skutust yfir göturnar fram og til baka til að stytta sér leið, algjör- lega eftir eigin geðþótta og hent- ugleikum. Ég man að ég hugsaði með mér að hér væri ég að fylgj- ast með því hvernig íslensk karl- amenning verður til: þetta voru hressir og klárir strákar en þeir brutu allar reglur – og komust upp með það, við þessi fullorðnu brostum umburðarlynd og jafn- vel svolítið hrifin af einkafram- takinu. Gangandi fólk, hundar og kettir áttu fótum fjör að launa þegar þessar dökku verur skutust út úr myrkrinu á fleygiferð og það var algjörlega á ábyrgð akandi vegfarenda að sjá til þess að þess- ir drengir færu sér ekki að voða í alsælu hinnar hraðfleygu stundar; sjálfir virt- ust þeir ekki leiða hugann að því að þeir þyrftu að sjást, þyrftu að vera með hjálm til að fá ekki heilahristing ef þeir dyttu á hausinn eða ættu að forðast bíla á ferð. Allt saman fínir strákar, gleymum því ekki. En þeir voru mótaðir af landlægu virðingarleysi fyrir reglum og hefðum, landlægu tillitsleysi við aðra, landlægum skorti á samfélagslegri vitund, landlægri fífldirfsku – þeirri hugmynd að árangur í lífinu sé undir því kominn að maður brjóti reglur sem aðrir fylgja. Fullir þess sjálfstrausts sem aðeins vanþekking og vanþroski og velþóknun annarra færir manni höfðu þeir fært umferðar- og leikreglur brettavallanna yfir á stærri og almennari vettvang. Kunnuglegt. Rit um siðrof Þessi menning – þessi viðskiptamenning, stjórnmálamenning, karlamenning – hlaut sinn dóm í merkasta riti ársins 2010 sem hefði getað fengið heitið Íslensk menning II en hlaut í staðinn öllu óskáldlegra heiti: Aðdragandi og orsakir falls íslensku bank- anna 2008 og tengdir atburðir. En hvað sem líður þurrlegum titlinum og kafla- fyrirsögnum á borð við „Lágvaxtastefna og lausafjárgnótt“ og „Skuldatrygginga- markaðurinn og lánshæfistengd skulda- bréf“ og „Almennt um heildarskiptasamn- inga“ þá er þetta rétt eins og Sturlunga að sínu leyti, eða Grettis saga, rit um siðrof í samfélagi og hvernig það dregur fram ýmsa lesti í fari nokkurra manna sem ekki fá aðeins að fara sínu fram óáreittir heldur eru bein- línis hvattir áfram svo að ofsi þeirra magnast sífellt með óhjá- kvæmilegum afleiðingum. Skýrslan er í níu bindum auk þess sem átta viðaukar eru ein- göngu birtir á netinu. Í nefnd- inni sem rituðu skýrsluna voru Páll Hreinsson hæstaréttar- dómari, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sig- ríður Benediktsdóttir, hagfræði- kennari við Yale-háskóla, en auk þeirra rituðu kafla heimspeking- arnir Vilhjálmur Árnason próf- essor og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskólans, og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu. Þetta fólk kynnti skýrsluna á eftir- minnilegum blaðamannafundi í Iðnó þann 12. apríl. Mikil spenna hafði skapast í aðdragandanum, ekki síst sökum þess að birtingu hennar hafði verið frestað og þeir Páll Hreinsson og Tryggvi – orðvarir og grandvarir lögmenn – höfðu látið dram- atísk og tilfinningaþrungin ummæli falla um efni skýrslunnar. Þessi mikla spenna í ókyrru andrúms- lofti þjóðlífsins leiddi samt ekki til spennu- falls eins og hefði kannski mátt ætla með gamalkunnum birtingarmyndum tuðs og reiðinöldurs um „sama rassinn undir þeim öllum“. Fólk virtist upp til hópa hrifið af skörulegri framgöngu skýrslu- höfunda og eiginlega hálf-hissa yfir henni. Vendipunkturinn var líka fólginn í þessu: Við fengum loksins að sjá eitthvað gert almennilega hér á landi. Við fengum að sjá fólk sem trúað hafði verið til vanda- samra verka og réði við að leysa þau af hendi með sóma. Um leið og við hugsuðum: ótrúlegt hvað við höfum hegðað okkur heimskulega – þá gátum við líka horft á þessa skýrslu með vissu stolti og hugsað sem svo að okkur væri kannski ekki alls varnað þrátt fyrir allt: þótt „stórasta þjóð í heimi“ væri jafn mikil hugsanavilla og það var málvilla og íslenskir viðskipta- menn og bankamenn væru sennilega með þeim verri í heimi – þá hefði okkur þrátt fyrir allt loksins tekist að gera eitthvað rétt. Ólík viðbrögð Í kjölfarið lét Alþingi þingmannanefnd fara í saumana á þessari skýrslu og sam- þykkti í haust ályktun samhljóða þar sem tekið er undir niðurstöður skýrslunnar og hvatt til þess meðal annars að hún verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni enda sé hún „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verk- lagi og skorti á formfestu.“ Því miður féll þessi merka þingsályktun alveg í skuggann af þjarki um það hvaða einstaklingar skyldu dregnir fyrir Lands- dóm og gerðir þar með að syndahöfrum hrunsins. Þar með hefur umræðan tekið að snúast um glæp og refsingu einstaklinga fremur en eðli og ábyrgð samfélags – af hverju þessi og hinn gangi enn laus meðan sá eða sá sæti ákæri. Ekki skal dregið úr afglöpum einstaklinga og ábyrgð þeirra en við þurfum engu að síður ævinlega að muna að hrunið varð ekki vegna þess að Geir Haarde sé slæmur maður – eða hafi gert allt rangt – eða sé til komið út af inn- ræti og athöfnum Davíðs Oddssonar, Hall- dórs Ásgrímssonar, Bakkabræðra, Jóns Ásgeirs, Karls Wernerssonar, Hannesar Smárasonar og hvað þær nú hétu allar þessar hetjur gærdagsins. Öllum varð þeim ýmislegt á, vegna valdagræðgi eða peningagræðgi, blindu eða hroka en munum samt að einn af helstu lærdómun- um sem draga má af skýrslu rannsóknar- nefndarinnar er að þetta var kerfishrun. Þetta var inngróin ranghugmynd um þjóðar eðli. Þetta var siðrof. Djúp áhrif En ábyrgðin: það er svolítið kaldhæðnis- legt í ljósi almennrar umræðu, sem ein- kennist ekki síst af andúð á stjórnmála- mönnum, að það framtak Alþingis að láta gera þessa skýrslu og heitstrenging þess í kjölfarið að láta hana vera sér leiðarljós í umbótum á stjórnsýslunni – þetta framtak er ásamt framsali þings og ríkisstjórnar á hluta af valdi sínu til sérstaks Stjórn- lagaþings í rauninni eini votturinn um að valdastofnun í samfélaginu gangist við ábyrgð sinni á falli bankanna og leitist við að gera það sem í hennar valdi stendur til að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Fyrstu viðbrögð ýmissa lykilpersóna og -stétta skýrslunnar einkenndust af afneit- un og ekkiég-isma. Endurskoðendur þver- skallast meira að segja enn við að horfast í augu við sína ábyrgð á umfangsmiklum lýtaaðgerðum sem fóru fram á ársreikn- ingum fráleitustu fyrirtækjanna og for- svarsmenn viðskiptadeilda Háskólanna sem bjuggu til þau efnahags-séní sem veðsettu landið til andskotans, bregðast ókvæða við þegar látið er að því liggja að eitthvað í fræðum þeirra kunni að vera málum blandið. Nema hvað. En hvað sem því líður – og hvað sem líður furðulegum ákvörð- unum skilanefnda sem virðast líta á það sem hlutverk sitt að skila alskuldugustu skussunum aftur þeim fyrirtækjum sem þeim tókst að veðsetja til andskotans – þá er samt sem áður ekki allt eins og það var áður í íslensku samfélagi. Þessi skýrsla um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna hefur haft djúp áhrif á íslenskt samfélag, íslenska menningu, íslenska hugmyndafræði, íslenska réttlætiskennd, íslenska sjálfsmynd: hugmyndir okkar um dyggðir og lesti, rétt og rangt. Þótt menn safni ef til vill rangfengnum auði sem fyrr þá verður það við lítinn orðstír. Það er meðal annars vegna þessarar skýrslu. Hún sýndi svart á hvítu þann ófarnað sem leiddi af þeim viðskiptaháttum sem tíðkuð- ust. Hún hefur vakið almenna löngun til að breyta rétt því að hún sýnir svo vel hvað gerist þegar maður brýtur allar reglur. Útkoma þessarar skýrslu var án vafa einn merkasti atburður þess árs sem nú er að líða. Annars segja stelpurnar mínar mér að það sé komin ný tíska hjá strákunum á hjólunum. Þeir séu farnir að sjást sumir með mótorhjólahjálm á hausnum þegar þeir eru á ferðinni. Uppgangur og fall íslenska heimsveldisins Rannsóknarskýrslan sem ber hinn þurrlega titil Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir hefði að mati Guðmundar Andra Thorssonar allt eins getað fengið heitið Íslensk menning II enda lýsir hún djúprættri og langvarandi viðskiptamenn- ingu, stjórnmálamenningu og karlamenningu. EFTIRMINNILEGUR BLAÐAMANNAFUNDUR „Mikil spenna hafði skapast í aðdragandanum, ekki síst sökum þess að birtingu hennar hafði verið frestað og þeir Páll Hreinsson og Tryggvi – orðvarir og grandvarir lögmenn – höfðu látið dramatísk og tilfinningaþrungin ummæli falla um efni skýrslunnar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2010 Innlendir vendipunktar 2010 Fréttablaðið gerir upp árið með greinum um innlenda vendipunkta eftir valda höfunda. Vendi punktarnir snúast um markverðar frétt- ir og atburði sem gerðust á árinu og gætu haft áhrif til frambúðar á Íslandi. Guðmundur Andri Thorsson er ritstjóri Tímarits Máls og menn- ingar og pistlahöfundur í Fréttablaðinu. Fyrstu við- brögð ýmissa lykilpersóna og -stétta skýrslunnar einkenndust af afneitun og ekkiég-isma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.