Sameiningin - 01.11.1901, Síða 8
136
þótt svona sé hátt fariS og öldótt þar uppi, er þó Yellow-
stone Park eiginlega dalverpi upp f fjöllunum. Og öll nátt-
úru-umbrotin þar held eg sé a8 eins dauöateygjur ógurlegs eld-
gígs, sem þar hefir á umliönum öldum verið með miklu meira
og hrikalegra lífi en nú er. Enda þykjast menn hafa veitt því
eftirtekt, aö allt af sé aö draga af kröftum umbrotanna. Tvær
,,höfuðskepnur“, eldr og vatn, eru valdar að flestu bæði því
fagra og hrikalega, sem hér gefr aö líta. Eldrinn, hitinn í
jörðinni, er voldugastr herra í ríki þessu. Einkum ber á því
við fyrsta áfangastaðinn, Mammoth Hot Springs (Heitu laug-
arnar stóru). þar eru klettarnir og jarðkúpan full af kalki og
brennisteini. Hefir þar augsýnilega lengi logað eldr, en við
það aö kólna og storkna hefir svo jarðlagið fengið á sig ótal
einkennilegar kynjamyndir. Enn þá rýkr á þessum stöðvum
víða upp úr jörðunni og víða er hin megnasta brennisteins-
svæla. Af því stafar þaö þá einnig, að flest örnefni um þær
slóðir eru kennd við djöfulinn. Var okkr líka af fylgdar-
manni okkar sögð mjög kýmileg saga um það, hvernig djöf-
ullinn hefði hafzt þar við, áðr en hann flutti sig til Chicago!
Af híbýlum hins forna óvinar þarna á brennisteins-svæðinu
nefni eg ekkert nema eldhúsið hans—, ,The Devil’s Kitchen“.
því nafni heitir hellir einn niðri í jörðinni. Er farið þangað
niðr í stiga 30 fet gegn um ofr-litla rifu, senr er á jaröarskorp-
unni. Að neðan er hellirinn miklu víðari um sig og afar-
langr. þar niðri er áköf hita- og brennisteins-svæla, og flýta
því flestir sér upp aftr.
Margt er það í útsýninu, sem lengi verðr minnisstœtt
þeim, sem um Yellowstone Park aka. Margir eru þar tign-
arlegir fjallahnúkar, svo sem eins og ,,Electric Peak“—hann
á að vera þrunginn af rafmagni—, og glerhóllinn ,,Obsidian
Cliff“. þá er heldr ekki sízt að sjá klettabrúna ,,The
Natural Bridge“, sem liggr milli tveggja kletta yfir djúpa gjá;
og til að sjá skyldi enginn öðru trúa en að hún væri gjörð af
manna höndum. Tvisvar liggr leiðin gegn um skínandi falleg
,,hlið“—svo eru nefnd opin, þar sem vegrinn hefir verið
sprengdr gegn um björg. Annað hliðið heitir ,,Silfr-hlið“,
en hitt ,, Gull-hlið “, og draga þau nöfn sín af litunum á berg-