Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 8

Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 8
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR NÁMSSTYRKIR TIL FRAMHALDSNÁMS ERLENDIS Viðskiptaráð auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki: Styrkirnir eru veittir vegna framhaldsnáms við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Tveir styrkjanna gera kröfu um nám á sviði upplýsingatækni. Hver styrkur er að fjárhæð krónur 400.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, þann 16. febrúar næstkomandi. Umsóknarfrestur rennur út klukkan 16.00 föstudaginn 28. janúar 2011. Nánar á: www.vi.is/namsstyrkir Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. 10.September nk. Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 i ið hefst 2 . fe r r 2011 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stellag@torg.is stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árb jarskóla Þökku m viðs kiptin á liðnu ári Humar frá Hornarfirði Stór Humar Skötuselur 1.990 (áður 3.990) Þorskhnakkar besti bitin Laxaflök Beinhreinsuð og flott Innbakaður Humar Skelflettur Humar Humarsúpa/ Humarsoð Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Lúðuflök Opið í dag til kl. 14 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. ÍSRAEL, AP Moshe Katsav, fyrr- verandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur sekur um að hafa tvisvar sinnum nauðgað konu í starfsliði sínu þegar hann var ráðherra árið 1998. Hann var einnig dæmdur sekur um ósæmilega hegðun og kynferðis- lega áreitni gegn tveimur öðrum konum, sem störfuðu hjá honum meðan hann var forseti. Katsav er 65 ára. Hann á líklega yfir höfði sér fjögurra til sextán ára fangelsisdóm. Hann var ferðamálaráðherra í hægristjórn Likud-bandalagsins áður en hann tók við forsetaemb- ættinu árið 2000. Hann sagði af sér árið 2007, hálfum mánuði áður en sjö ára kjörtímabil hans rann út. Afsögnin var hluti af réttarsátt, sem fólst í því að hann játaði sig sekan um kynferðislega óviðeig- andi framkomu en slyppi þá við fangelsisdóm vegna alvarlegri brota. Árið 2009 sneri hann hins vegar við blaðinu, rauf sáttina og sagð- ist ætla að sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum. Hann boðaði til blaða- mannafundar, þar sem hann titraði af bræði, formælti saksóknara og fjölmiðlum, æpti á viðstadda blaðamenn og veifaði tölvudisk sem hann sagði innihalda sönnun á sakleysi sínu. Honum tókst þó ekki að sann- færa þriggja manna dómstól um sakleysi sitt. Réttarhöldin voru haldin fyrir luktum dyrum en úrskurður dómaranna var gerður opinber í gær. Niðurstaða dómaranna þykir ótvíræður sigur, bæði fyrir ísraelskt réttarkerfi og fyrir réttindabaráttu kvenna í Ísrael. Hundruð kvenna stóðu fyrir utan dómssalinn í gær með skilti, þar sem stóð meðal annars: „Öll þjóðin veit að Katsav er glæpa- maður.“ Katsav er hæst setti embættis- maður landsins sem dreginn hefur verið fyrir dómstól fyrir jafn alvarlega glæpi. Undanfarin ár hafa þó fleiri ráðamenn þurft að svara til saka fyrir dómstólum vegna ýmissa afbrota. Þannig situr Avraham Hirchson, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, í fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr verkalýðsfélagi. Haim Ramon, fyrrverandi dóms- málaráðherra, hlaut árið 2007 dóm fyrir að hafa með valdi kysst kven- kyns hermann. Þá standa enn yfir réttarhöld yfir Ehud Olmert, fyrrverandi for- sætisráðherra, sem sakaður er um spillingu. gudsteinn@frettabladid.is Katsav sekur um nauðgun Fyrrverandi forseti Ísraels dæmdur sekur um nauðg- un og kynferðislega áreitni. Niðurstaðan þykir sigur fyrir réttarkerfi landsins og réttindabaráttu kvenna. FYRIR UTAN RÉTTARSALINN Tugir kvenna biðu fyrir utan með skilti. NORDICPHOTOS/AFP MOSHE KATSAV Fyrrverandi forseti Ísra- els eftir að dómstóll kvað upp úrskurð sinn í gær. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁL Seðlabanki Íslands hefur lokið samningum um skuldir fimm sparisjóða sem ekki upp- fylltu skilyrði um lágmark eigin fjár í kjölfar bankahrunsins að því er segir í frétt frá bankanum. Þetta eru Sparisjóður Bolungar- víkur, Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóð- ur Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Þá hafa Sparisjóður Suður-Þing- eyinga og Sparisjóður Höfðhverf- inga greitt skuldir sínar við Seðla- bankann. Endurskipulagning skulda spari- sjóða átti að byggja á neyðarlög- unum en staða sjóðanna reyndist verri en talið var. Þá varð ljóst að framlag samkvæmt neyðarlögun- um myndi ekki duga til að endur- reisa sparisjóðina fjárhagslega. Seðlabankinn varð helsti kröfuhafi sparisjóðanna í apríl 2009. Bank- inn fékk kröfurnar sem endurgjald þegar honum var gert að taka yfir innlán sparisjóða hjá Sparisjóða- bankanum við fall hans. Tæpir fjórir milljarðar króna fengust upp í kröfurnar en nú er ljóst að afskrifa þarf tæpa 4,7 milljarða króna. - gar Seðlabankinn semur um skuldir fimm sparisjóða: Tapið 4,7 milljarðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.