Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 23

Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 23
bætur Sérstök vaxtaniðurgreiðsla Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur kemur sérstök niðurgreiðsla vaxta við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012. Vaxtaniðurgreiðslan er 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. fyrir hjón, sambúðarfólk og einstæða foreldra. Niðurgreiðslan og vaxtabætur getur ekki orðið hærri en vaxtagjöld ársins. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en skerðist miðað við eignir. Skerðing hjá einstaklingi byrjar við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Vaxtaniðurgreiðsla er greidd út í tvennu lagi, 1. maí og 1. ágúst. Auðlegðarskattur Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr. og nettóeign hjóna umfram 100 milljónir kr. er lagður 1,5% auðlegðarskattur. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög. Fjármagnstekjuskattur Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann. Frítekjumark vegna leigutekna manna af íbúðahúsnæði er 30% af leigutekjum. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði. Skattlagning lögaðila Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga verður 18% við álagningu 2011. Tekjuskattur annarra lögaðila verður 32,7%. Gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú. Allir vinna Í framtali 2011 er veitt lækkun á tekjuskattsstofni manna vegna vinnu við endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Frádrátturinn er 50% af vinnu, án vsk., þó að hámarki 200.000 kr. hjá einhleypingi og einstæðu foreldri og 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Skilyrði er að sótt hafi verið um frádráttinn, með umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti, fyrir 1. febrúar 2011 (sjá eyðublaðið RSK 10.18). Nánari upplýsingar á www.rsk.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.