Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 33

Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 33
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég átti nú ekki að fæðast fyrr en á þrettándanum en dreif mig svo í heiminn á nýársnótt og varð fyrsta barn ársins 1991, sem hefur svo fylgt mér æ síðan,“ segir Carl Jónas Árnason, rafvirki og lands- liðsmaður í íshokkí, sem klukkan tólf mínútur yfir eitt í nótt mælir tuttugu ár af ævi sinni. „Áramót eru almennt gleðileg- ur hápunktur og mikið um fagn- aðarlæti og fjör, en ég efast um að fögnuðurinn heima hafi alltaf snú- ist um mig einan,“ segir Carl og brosir sposkur. „Ég fékk þó alltaf afmælispakka á nýársnótt og fæ enn hlýjar kveðjur og gjafir frá mínum nánustu á þessum tíma- mótum,“ segir Carl sem reyndar hefur aldrei haldið upp á afmæl- ið sitt með veisluhöldum á nýárs- dag. „Mig langaði alltaf að prófa það en fékk aldrei því dagurinn þykir óhentugur til afmælishalds. Afmælisveislan var því alltaf hald- in seinna í janúar og svo verður einnig í tilefni tvítugsafmælis- ins nú,“ segir Carl, sem ætlar að verja áramótunum í góðu yfirlæti með tveggja ára syni sínum suður í Grindavík hjá móður sinni. „Öllum að óvörum tók mamma upp á því að bjóða til brúðkaups á gamlársdag og því mætum við feðgar galvaskir í óvænta brúð- kaupsveislu. Ég gleðst fyrir henn- ar hönd og hlakka til látlausra veisluhalda og friðsælla áramóta með fjölskyldunni. Skemmtileg- ustu áramótin hef ég upplifað eftir að ég varð faðir og þótt strákur- inn hafi mestmegnis sofið fyrstu áramót sín af sér var einfaldlega æðislegt að hafa hann og hlökk- um við mikið til ljósadýrðarinnar nú,“ segir Carl og faðmar son sinn í bjarma stjörnuljósa. „Mér hefur aldrei þótt neinu breyta hvort ég hefði fæðst fyrir miðnætti áramótin 1990/1991 utan hvað ég gladdist mjög að hafa fæðst á nýársdag þegar ég komst á bílprófsaldurinn,“ segir Carl kátur, en hann er skírður í höfuð hálfdansks afa síns, sem skýrir C- ið í nafni hans. „Nýárið leggst vel í mig og ég kveð það gamla sáttur því það hefur verið vandræðaár. Því fylg- ir góð tilfinning að verða tvítugur í nótt og ég fer inn í nýja árið með ferska byrjun.“ thordis@frettabladid.is Gleðst fyrir hönd mömmu sinnar sem giftir sig í dag Það tilheyrir áramótum að fá augum litið fyrsta barn ársins á nýársdag. Íshokkíkappinn og rafvirkinn Carl Jónas Árnason fæddist fyrstur íslenskra barna í Reykjavík 72 mínútum yfir miðnætti árið 1991. Hér eru þeir feðgar Carl Jónas Árnason og Jóhann Andri, tveggja ára, með skínandi stjörnuljós í félagi við kátan jólasvein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flugeldar eru yfirleitt búnir til úr tveimur aðskildum hylkjum. Annað er fyllt með grófu púðri sem kemur flugeldinum á loft en í hinu er fíngert púður sem veldur sprengingu eftir að flugeldurinn er kominn á loft. Í seinna hylkinu eru einnig efni sem mynda liti þegar þau eru hituð upp. MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Nánar á vef Perlunnar, perlan.is Nýársfagnaður 1. janúar 2011 Nýju ári fagnað með stórkostlegri veislu með mögnuðum 4 rétta matseðli. Verð frá 6.990 kr. FORRÉTTIR · Heitreykt bleikja · og · Steinseljurótasúpa · AÐALRÉTTIR (veljið einn) · Fiskur dagsins · · Steikt heiðagæsabringa · · Wellington nautalund · · Ofnsteiktur lambahryggur · EFTIRRÉTTUR · Súkkulaði og pistasíu kaka · FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.