Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1906, Blaðsíða 5
197 l>aS, sem vafasamt geti veriö i siöferðislegu tilliti. Hvernig stfndr þá á því, að í þes:u efni sérstaklega haga þeir hinÍT £ömu menn sér svo, eins og engin sé hætta á ferðum ? Eru þeir í raun cg veru þeirrar sannfœringar, aö styrkleiki vilja þeirra t;! þess, sem gott er og rétt, sé svo mikil.1, að Kristr hafi undan- þegið þá frá því að taka þá viðvörun hans til greina, er hann segir: „Hœgra er úlfaldanum að ganga gegn um nálaraugaö en ríkum manni inn í himnaríki“? Eða ímynda þeir sér, að Kristr hafi hugsað annað en hann segir? Eða þá, að honum úafi dálítið skjátlazt, er hann var að tala um þetta sérstaka efni? Ijað er ervitt að komast hjá annarri hvorri þessara ályktana. Það þarf ekki að fœra neina sönnun fyrir því, að fjárgróða- kugsanin hafi ákaflega mikið vald yfir sálum manna á vorri tíð. Jafnaðarlega er því að vísu, ef til vill, ekki eftirtekt veitt, hve sterku haldi sú hugsan hefir náð á flestu fólki, karlmönn- um, kvenmönnum og unglingum, af þeim, sem í það ástand eru komnir; en nógu augsýnilegt er það til þess að ekki þurfi það að fara fram hjá neinurn, ef menn að eins gefa sér tíma til aö sinna því. [Þar næst eru tilfœrð uminæli ýmsra blaða, sem mikla út- breiðslu hafa, svo og merkra kirkjulegra rithöfunda hér í Vestr- heimi, snertandi þetta mál, því til sönnunar, að fjárgróða-til- bneigingin sé eins ömurlega sterk á vorri tíð, sérstaklega í þess- an heimsátt, eins og að framan er bent til í grein þessari. Síðart heldr greinin áfram á þessa leið:] Hvernig litr allt þetta út, ef borið er saman við þessa gómlu og alkunnu áminning: „Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis ; þá mun og allt þetta veitast yðr (nl. það allt, sem nauð- svnlegt er fyrir likamslifiðj,“ — eða við þessi orð: „Hverstt torvelt er það fyrir þá, sem ríkir eru, að komast i guðs ríki“? Þeir menn eru á þessari tíð til — og slíkir menn hafa verið til ávalit að undanförnu og munu framvegis verða til æfin- lega—, sem eru þess fulltrúa, að þessi viðvörunarorð og fvrir- heitisorð eigi aö taka i bckstaflegum skilningi, og kjósa sér það að laga líf sitt eftir þeim. Lítt er ti.l þess kunnugt, aö þeir nienn eigi við skort að búa; þvert á móti eru þeir einatt af guði ti.l þess kjörnir að hafa á hendi gæzlu mikilla jarðneskra auðœfa. Þvi það verðum vér að muna, að hvergi er i biblíunni gefið í skyn, að það sé siðferðislega rangt að hafa auð fjár eða ab auðœfi sé í sjálfum sér syndsamleg. Eitt er að hafa undir höndum auð, sem guð hefir veitt manni þeim, er ekki leggr kapp á að komast yfir hann; annað er það að sœkjast eftir auð. Heil verö.ld er þar á milli. Því má víst óhætt trúa, að enginn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.