Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1906, Page 16

Sameiningin - 01.09.1906, Page 16
208 Grafreitr til notkunar fyrir fólk í suörparti Víöinesbyggöar í Nýja íslandi var víg-ör af séra Rúnólfi Marteinssyni mánudag- inn 13. Ágúst. Reitr sá er á landi Jóns Eiríkssonar i Lundi og aö stœrö 170x50 fet. Látins er aö geta Benedikts Pctrssonar, eins af frumbyggj- ur.um íslenzku hér í Vestrhemi. Hann andaöist aö Garöar í Norör-Dakota 31. Júlí. Var fœddr 21. Des. 1838. Kom ásamt konu sinni ("Sigrbjörgu Siguröardóttur, sem enn er á lífij og tveim börnum (annaö heirra nú dáiö) úr Seyöisfirði hinga5 vesti 1876 og settist aö í Mikley í Nýja ísl., þar sem hann bjó nokkur ár. Lengi átti hann seinna heinia í Winnipeg. Var aö mörgu einkar vel gefinn ntaör, meö rikri fróöleiksfýsn, rœðinn og skáldmæltr. Varö all-snemma hér vestra fyrir trúarlegri vakning, tók meö miklum álmga aö sinna kristindómsmálum og' átti um nokkur ár viö sunnudagsskólakennslu bæöi hér í bœ og í Nýja íslandi. Engu að síör hallaðist hann um hríð aö trúar- kenning Únítara, en sagöi sig innan skamms opinberlega (íi einu ársþingi hins lúterska kirkjufélags vors í Winnipeg) úr þeim félagskap eftir aö hann, eins og hann þá lýsti yfir, haföi sannfœrzt unt, aö þar var enga trú og enga alvöru aö finna. ;Því miör hafðist hann þó viö fyrir utan kirkjuna eftir þaö, en trúhneigör í kristilega á.tt var hann allt til æfiloka og vildi öll- uir. vel. 12. Ágúst andaðist hiísfrú Hólmfríðr Guðnadóttir Good- man aö Tindastó.li, Alberta. Hún var fœdd 12. Maí 1853 aö Uppsölum í Eyöaþinghá. Rúmlega tvítug aö aldri feröaöist hún til Danmerkr, og dvaldi þar 2—3 ár, lengstum viö lýöháskóla á Sjálandi. Síöan hvarf hún aftr heim og stundaöi barnakennslu unt tveggja ára tírna, fyrst á Bœgisá hjá séra Arnljóti Ólafssyni og síðan í Vopnafiröi. Sumariö 18S2 flutti hún vestr unt haf til Winnipeg. E11 1886 giftist hún Sigfúsi Guðmundssyni frá Sköruvík, þá til heimilis í Grafton, N.-Dak. Áriö 1887 nárnu þau land skammt íyrir austan Tindastól i Alberta, þar sem þau hafa síðan búiö.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.