Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1906, Page 26

Sameiningin - 01.09.1906, Page 26
218 Það var drengur einn, sem ekki þekti bergmál. Hann lieyröi, hvernig hermt var eftir honum. Og hélt þaö væri ein- hver drengur. Reiddist og varö vondur, ög fór að kalla hann ljótum nöfnum. En heyrði svo, að hann var kallaður sömu liótu nöfnunum í sama róm og hann sjálfur gerði. Hann hlevp- ur þá ti.l mömmu sinnar og segir henni, aö einhver ljótur strák- ur sé úti, sem hermi eftir sér og kalli sig ljótum nöfnum. Hann sjái hann ekki. Heyri að eins til hans. Mamma hans brosir og segir stillilega: „Þú hefur líklega orðið vondur og kallaö hann ljótum nöfnum sjálfur. Reyndu að tala fallega til hans, og v.ttu svo, hvort svariö ve.ður ekki fallegra. Og mundu það, drengurinn rninn, að þú mátt aldrei búast við góðu svari, ef þú hefur talað illa til einhvers.“ Og með það fór drengur. Já, gáið að bergmálinu ykkar, börn. Það er ekki fallegra en röddin ykkar. Og gáiö að því, að þegar þið eruð vond við örnur börn og kallið þau ljótum nöfnum, þá gera þau hið sama við ykkur. En það er þá „bergmáliö‘‘ ykkar. Hugsið um það; Þið megið þá ekki reiðast ljóta „bergmálinu" ykkar og verða vcnd eins og drengurinn. Heldur á ljóta „bergmálið“ ykkar að sýna yl- kur, hvað ljót þið hafið verið. Og það á að Evðmýkja ykkur og kerna ykkur að tala fallega, svo að „berg- málið“ ykkar verði fallegt. Það er gaman að bergmáli, sagði eg. Það er gaman að heyra fallega bergmáls-sönginn hljóma alt í kring um sig. Það er gaman líka að „bergmá.linu“ ykkar, þegar það er fallegt — þegar það er eirs og fallegur söngur alt í kring um ykkur. Ó, látið „bergmálið" ykkar vera fallegt! ------o------- Notið tfmann vel. VII. Þegar eg var að tala við vkkur um þetta síðast, þá var eg að hvetja ykkur til að nota vel sumar-fríið ykkar og frí-tím- ar.n yfir höfuð. Munið þið það? Þá var sumar-frí margra ykkar einmitt ný-byrjað. En nú er það á enda. Qg skóla-tim- inn er aftur byrjaður. Höfðuð þið nokkuð gagn af því, sem eg sagði við ykkur um sumarfríið ykkar? Undur þætti mér vænt um.ef svo hefði verið. Og blessaö væri það, ef þið hefðuð farið vel með frí- tímann vkkar, og væruð nú fvrir bað betri börn. en ekki verri. Hugsið um það, hvernig þið fóruð með hann. Ó, gerið það fyrir mig! En nú er skóla-tíminn byrjaður. eins og eg sagði. Og nú ríður á því, að þið notið hann vel—dýrmæta skóla-tímann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.