Sameiningin - 01.11.1950, Síða 10
152
Sameiningin
Þess þarf varla að geta, að húsvitjanir eiga sér langa
sögu. Jesús sendi lærisveinana í ýmsar áttir til þess að reisa
kirkju sína. Við minnumst þess er hann sendi út „sjötíu, —
tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði að
koma til“. Vitjanir Páls postula til safnaða og einstaklinga
þekkjum vér af mörgum tilvitnunum úr Heilagri Ritningu.
Húsvitjanir til styrktar daglegu starfi safnaðanna, eða
til útbreiðslu fagnaðarerindisins, hafa ætíð verið ein af
megin stoðum kristinnar kirkju og verða það ætíð. Ný
tækni og nýjar starfsaðferðir ættu að tryggja góðan ár-
angur ef að við göngum ótrauðir út á meðal manna, trúaðra
eða trúlausa — í Krists nafni og ríki hans til dýrðar
Sem „Stewardship Secretary“ íslenzka kirkjufélagsins
vil ég hvetja alla söfnuði okkar til þess að taka upp þessa
aðferð: Almennar húsvitjanir (Every member Visitation)
innan safnaðar en trúvakningar húsvitjanir (Evangelical
Visitation) framkvæmdar af trúarkrafti og einlægni meðal
þeirra, sem fráhverfir eru.
__________+___________
Hugleiðing,
í tilefni af afmæli siðbótarinnar
Eftir séra VALDIMAR J. EYLANDS
„Herrar, hvað á ég að g’jöra, til þess að ég verði hólpinn?
En þeir sögðu: Trú þú á drottinn Jesúm # Post. 16:30.—31.
Það var þessi gamla spurning sem fangavörðurinn
lagði fyrir Pál og Sílas, sem lagðist svo þungt á Lúther, að
hann hafði ekki frið í sínum beinum. Menn sem hugsa al-
varlega um slík efni, eru nú oft taldir undarlegir, og jafnvel
ekki með öllum mjalla. Eins og nokkur vafi sé á því að
allir verði hólpnir! Eins og nokkur þurfi að gera nokkuð
til þess að eignast eilíft líf! En þessi spurning, sem allur
fjöldi manna vill gjarnan leiða hjá sér, og þykir jafnvel
ekki umhugsunarverð, var hið æðsta spursmál lífsins fyrir
Lúther.
Kaþólska kirkjan á þeirri tíð hafði ákveðið svar við
þessari spurningu, eins og hún líka hefir enn. Og svarið