Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1951, Page 3

Sameiningin - 01.12.1951, Page 3
Samejningin__________________________________ A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders. Published by The Evangelical Lhtheran Synod of North America Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa. Editor: REVEREND VALDIMAR J. EYLANDS 686 Banning St, Winnipeg, Manitoba, Canada Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can. Arinbjörn S. Bardal Hann lézt á Almenna spítalanum í Winnipeg, á þriðju- dagskvöldið 13. nóvember, rúmlega 85 ára gamall. Flestir menn eru orðnir saddir lífdaga á þeim aldri, en svo var ekki með Arinbjörn. Þrátt fyrir árin varð hann aldrei gamall, drógst aldrei aftur úr, og hægði aldrei á sér unz sjúkdómurinn, sem leiddi hann til dauða keyrði hann á kné. Hann var höfð- ingi með barnshjarta, en um leið hið mesta karl- menni. Hann var manna vænstur að vallarsýn og það sópaði af honum hvar sem hann fór. Hann var gleðinnar og gæfunnar barn, f 1 e s t u m fremur. Gleðihljómarnir þögnuðu aldrei í kringum hann. Hann virtist ekki vita hvað það er að vera hryggur, þreyttur, eða e i n m a n a. Hann bjó yfir mjög sér- stæðum persónuleika, var gæddur einhverju því seið- magni sem fólk hændist að, og öllum leið vel í návist hans. Ævi hans hófst við mjög þröngan kost í íslenzkum afdal, en varð óvenjuleg að íjölbreytni og afrekum. I bernsku fór hann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.