Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1951, Side 8

Sameiningin - 01.12.1951, Side 8
86 Sameiningin Frú Ingiríður Jónsson 1878—1951 Mér mun manna skyldast, og reyndar einkar ljúft, að minnast frú Ingiríðar Jónsson, og skjalfesta nafn hennar í „Sameiningunni“, elzta kirkjumálariti Islendinga, sem maður hennar starfaði lengi að sem ritstjóri, sem einnig h e f i r birt æviminningar margra leiðtoga kirkjunn- ar á umliðnum árum. Vissulega á hún það skilið að skipa sæti í þeim hópi sem lengi mun minnst sak- ir fórnfýsi, þjónustu á vett- vangi kirkjunnar, og kær- leika til allra samferða- manna sinna. Mér er ljúft og skylt að minnast frú Ingiríðar fyrst og fremst vegna þess að hún var ekkja fyrirrennara míns í prestsembættinu við Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, dr. B. B. Jóns- sonar; en hann sýndi mér það traust að fá mig ráðinn til sín sem aðstoðarprest, sem svo leiddi til venju- legrar ráðningar til starfsins, að honum látnum Ekki gat það heitið að ég nyti verulegrar samvinnu með honum, því um það leyti að ég kom til borgarinnar ágerðist sjúkdómur hans svo mjög að hann varð brátt ófær til verka, og gerðist rúmfastur snemma vorsins 1938. Mátti því heita að ég byrjaði starf mitt 1 Winnipeg, ókunnugur flestum meðlimum safnaðarins, málum hans og starfshátt- um. Á jafn yfirgripsmiklu starfssviði sem Fyrsta lúterska söfnuði, mun ókunnugum presti næsta erfitt að finna fótum sínum forráð í fyrstu. Á fyrstu árunum var það mér ómetan- legur styrkur að njóta vináttu og leiðbeiningar frú Ingiríðar, en hvorutveggja lét hún örlátlega í té. Margoft lagði ég leið Frú Inqiríður Jónsson

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.