Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.12.1951, Blaðsíða 9
Sameiningin 87 mína heim til hennar til að ræða ýmis mál, enda voru hæg heimatökin þar eð við vorum næstu nágrannar öll árin sem hún átti ólifuð. Eðlilegt hefði það verið, frá mannlegu sjónarmiði, ef henni hefði sárnað að sjá annan mann taka við embætti manns hennar, sjá meðlimi safnaðarins leggja leið sína í næstu dyr en ekki að hennar dyrum eins og fyrr; og sjá aðra konu skipa prestskonustöðuna sem hún hafði notið og staðið í með mikilli prýði í nær aldarfjórðung. Ef til vill voru það henni vonbrigði að sjá, þegar á reyndi, að eftir- maðurinn var ekki nógu stór til að fylla sæti fyrirrennarans, og taldi sér auk þess skylt, vegna upplags síns, reynslu sinn- ar og samvizku, að fara aðrar leiðir en hann hafði vísað til í nokkrum málum. En ef slíkar hugrenningar ásóttu hana nokkru sinni lét hún aldrei á því bera, en taldi hins vegar sjálfsagt að hver maður væri sjálfstæður í hugsun og sjálf- um sér trúr. Ávalt var hún jafn glöð, vingjarnleg og hjálp- söm. Sál hennar var stór og göfug, og bar vott um mikinn andlegan þroska. Ég á margar myndir af frú Ingiríði í huga mínum, dreifðum yfir langt árabil, og ýmsar þeirra fyrnast ekki. Ég sé þau hjón á skemtiferð vestur á Kyrrahafsströnd. Þau eru, einkum hann, nokkuð við aldur. En þau leika á alls oddi, þau eru vingjarnleg, en einkum þó virðuleg. Það er auðséð að þar fara merkishjón, höfðingjar í andans heimi, hjón sem ávinningur er í að kynnast. Ég sé hana í sæti sínu í kirkjunni ,sunnudag eftir sunnu- dag, ár eftir ár. Það sem dróg hana þangað var ekki lengur maðurinn hennar, eða skyldurækni hennar gagnvart hon- um. Hún vissi það ofur vel að málstaðurinn er manninum meiri, hver sem hann er, og það er boðskapur kirkjunnar sem styrkja ber, sem og veitir mönnum þrótt í baráttu lífsins, fremur en persóna mannsins sem í stólnum stendur. Kristindómurinn var henni ekki fyrst og fremst hagsmuna- atriði, eða atvinnuspursmál, heldur lifandi hjartans mál. Þessu bar hún glöggt vitni í persónulegum hörmum við frá- fall manns síns og bræðra, og með stöðugri árvekni, trú- mensku og verðugu fordæmi. Ég sá hana mörgum sinnum á heimili sínu í hópi vina sinna, barna og barnabarna. Hún var ávalt glaðvær, veit- andi andlega og líkamlega, fróð og fræðandi. Hún ræddi hvert mál skemtilega, hafði glöggt auga fyrir mönnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.