Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Síða 10

Sameiningin - 01.12.1951, Síða 10
88 Sameiningin og málum, en var ávalt mild í dómum sínum, og færði hvers manns málstað til betri vegar. Ég sé hana nú í seinni tíð, særða til ólífis, lamaða á líkamanum, og hrelda af þungu'm hörmum. En sálarlífið er ósnortið, kjarkurinn óbilandi, hún vill lifa, hún vill verða aftur heil. Hún virðist trúa því að svo muni verða, og ástundar með ótrúlegu þreki og viljafestu alt sem að því átti að miða. Svo kom flutningsdagurinn, síðasta kaffidrykkjan að heimili hennar, — það er spjallað um margt, allir eru glaðir. Ég er að flytja mig til í bænum; hún er um það bil að flytja sig í annað híbýli í húsi föðursins sem hún hefir þjónað, — en við vitum það ekki. Ég þakka fyrir mig og mína og segi' „Vertu blessuð, við sjáumst aftur bráðum11. Já, vertu blessuð, frú Ingiríður! Við segjum það öll sem kynntumst þér. Þökk fyrir samfylgdina þann áfangann sem lokið er. „Við sjáumst aftur bráðum“. V. J._E. ---------☆---------- Séra Carl J. Olson Hann var fæddur í grend við Minneotabæ í Minnesota- ríki, sonur landnámshjónanna Jónasar Olsonar og Katrínar konu hans; voru foreldrar hans ættuð úr Eyjafjarðarsýslu og af Austurlandi. Hann ólst upp með þeim, fékk undirbúningsmentun sína 1 Minneota, gekk því næst á Gustavus Adolphus mentaskólann í St. Peter, Minn. og útskrifaðist þaðan árið 1908. Þar ávann hann sér orðstír fyrir óvenju- lega málsnild og glæsimensku á ræðu- palli í mælskusamkepni. Hann stundaði því næst nám við lúterska prestaskólann í Chicago og útskrifaðist þaðan árið 1911 og var vígður samsumars til prests í kirkjufélagi voru. Hann þjónaði um Séra C J Olson sem trúboðsprestur í bygðum vor- um. Hann var sóknarprestur á Gimli og í Wynyard, Sask.; um hríð starfaði hann í þjónustu Jóns Bjarnasonar skóla, og millibilsþjónustu innti hann af hendi í Selkirksöfnuði. U mhríð þjónaði hann í Methodista-kirkj- unni í Saskatchewanfylki. Einnig starfaði hann í þjónustu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.