Sameiningin - 01.12.1951, Síða 20
98
Sameiningin
sem láta sig að mestu skipta hið algenga, verða að ganga
fram hjá þeim. Við eigum að athuga sannanir fyrir óvenju-
legum atburðum mjög vandlega, en við eigum ekki að telja
neitt fjarstæðu, fyrr en við höfum rannsakað rökin og
vitnisburðina. Rökin fyrir upprisu Krists er reynsla allra
kristinna manna æ síðan. Og þau eru meira en hún; þau
eru einnig saga kristnu safnaðanna. Að neita upprisunni
er að afneita sögunni, því að upprisan skóp nýtt líf í heim-
inn. Lærisveinarnir gerðu hana þegar í upphafi að þunga-
miðju kenninga sinna, og þeir gerðu það í Jerúsalem, þar
sem andstæðingar þeirra hefðu getað komið fram með
gagnrök og afsannað hana, ef það hefði verið mögulegt.
Voru lærisveinarnir að halda fram vísvitandi lygi? Geta
lygarar breytt heiminum og haft áhrif á gang mannlegrar
sögu um aldaraðir, eins og kristindómurinn hefir gert? Ég
held ekki. Voru lærisveinarnir haldnir ósjálfráðum blekk-
ingum og ofsjónum? Ég get ekki trúað því, og ástæðan er
hin sama og áður. Með tilliti til sannananna er skynsam-
legast að álíta, að þeir hafi sagt sannleikann. Eðlilega var
kenning þeirra um það, hvernig upprisan hafi skeð, mótuð
af hugmyndum þeim, sem þeir gerðu sér um efnisheiminn.
Þu skýrir hana sennilega á annan hátt, í samræmi við þinar
nugmyndir um eðli efnisheimsins; ef til vill eru það betri
skyrmgar, ef til vill ekki. Það er staðreynd en ekki skýrmg,
sem er mikilvæg — sú staðreynd að Kristur getur gert það
sama fyrir okkur nú í dag og hann gerði fyrir Pétur, Jó-
hannes, Pál og hina.
Sumum vex í augum ósamræmið í frásögnum guð-
spjallanna fjögurra. Þeir ættu að gera eftirfarandi tilraun:
Þeir ættu að biðja fjóra vini sína að vera viðstadda knatt-
spyrnukappleik, og skrifa síðan frásögn um leikinn daginn
eftir, án þess að líta í dagblöðin. Ég staðhæfi, að það yrði
meira ósamræmi í frásögnum þeirra en í guðspjöllunum, sem
voru færð í letur mörgum árum eftir atburðina. Aðrir eiga
erfitt með að trúa á kraftaverkin, sem skýrt er frá í Nýja
testamentinu. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Það
getur verið fljótfærnislegt að trúa sumum þeirra, af því
að sannanirnar eru fremur veikar; en það er ekki óskynsam-
legt, af því að nokkrar sannanir eru fyrir hendi og engin
pessara sannana verður hrakin vísindalega, ef út í það væri
farið. Eftirfarandi setning er höfð eftir Bernard Shaw: