Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1951, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.12.1951, Qupperneq 21
Sameiningin 99 „Fólk nú á dögum trúir hvaða fjarstæðu, sem er, ef hún er kennd við vísindin, en það trúir engu, sem bendlað er við trúarbrögð“. Þekktur sagnfræðingur nýlátinn, G. G. Coulton, komst svo að orði: „Trúin á smiðinn krossfesta hefir dregið meira úr sjálfselsku mannanna en nokkuð annað í mannlegri reynslu“. Þetta trúaða fólk hefir aldrei verið fjölmennt á nckkurri öld, en ef umbætur hafa átt sér stað, þá eru það þessir fáu, helgir menn og spámenn, sem hafa valdið þeim. Farsæld sannkristinna manna laðar alltaf falska fylgjendur að í von um ábata; og jafnvel sannkristnir menn standazt ekki alltaf freistingu velgengninnar, mestu freistingu, sem til er. Þess vegna hefir kristindómurinn sínar dökku hlið- ar — ofstækismenn, hræsnara, stríð og ofsóknir. Enginn skyldi neita tilveru þessara dökku hliða. Jesús spáði þeim, og jafnvel spámaðurinn Jesaja, átta öldum áður. En það stafar líka miklu ljósi af kristindóminum; og það er þetta ljós, sem veldur því, að myrkrið sýnist svartara. Ef kenn- inga Krists hefði aldrei notið við, myndu styrjaldir, of- sóknir, ofstæki og hræsni allt vera talið sjálfsagt og eðli- legt. Þetta var til áður en kristnin kom til sögunnar; og ef kristindómurinn dæi út, myndi það halda áfram óhindrað. Kristnir menn eru ekki allir sammála; þeir hafa mjög skiptar skoðanir. Sama máli gegnir um Búddatrúarmenn, Múhameðstrúarmenn og guðleysingja. Menn eru misjafnir; það er eðli þeirra. Það væri grunsamlegt ef allir kristnir menn væru á einu máli. Mér þykir það ákaflega grunsam- legt, hve Marxistar eru sammála í opinberum ummælum sínum; það bendir til þess, að þau séu aðeins eftiröpun. Ef við erum heiðarleg, segjum við það eitt, sem okkur er sjálf- um ljóst, en við erum ófullkomin og takmörkuð. Það er ekki hægt að setja allt Atlanzhafið í pottmál, en það kemst nógu mikið af Atlanzhafinu í pottmál til þess að við getum greint það frá forarvatni. Sýnishorn mitt hefir ekki verið stórt, því fer fjarri, en ætlun mín var að sýna fram á, að margir nú á dögum þekkja ekki mun á sönnu og ósönnu, og flestum stendur raunverulega á sama. Ef trúin er engin eða röng, hlýtur heimurinn að fara versn- andi. Við getum gert hann betri, ekki auðveldlega, því ekkert gott er auðvelt, en einfaldlega með því að biðja um hjálp, þar sem hjálp er að fá.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.