Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1951, Page 23

Sameiningin - 01.12.1951, Page 23
Sameiningin 101 guðsbörn og börn glötunarinnar. Spurði ég hann um þýð- ingu krossanna. Kvað hann þeir ættu að merkja plágur þær níu óskiljanlegu, sem mundu kvelja menn og skepnur um allan heim. En hinar níu sólir ættu að merkja réttlæt- ing guðsbarna. Spurði ég hann um merkingu stjarnanna Hvað hann merkingu þeirra útvaldar og fyrirdæmadar sálir. Sagði hann að þeir útvöldu mundu skína sem sól í heim- kynni föðursins, en fyrirdæmdir blikna af ávirðing verka sinna og af kvíða fyrir þjáningum kvalastaðarins. Varð ég mjög skefld við þessi orð. Mælti hann: „pttastu ekki, en athuga heldur“. Spurði ég hann hverjum flokknum ég til- heyrði. Hann sagði: „Trú þú og efast ekki; trúuðum er ekk- ert um megn. Gegnum kross og mótlæti byrjar oss ganga inn í ríki himnanna, vís er náðin að reiðinni afstaðinni“. Spurði ég hann um merkingu eldsins hins mikla. Kvað hann það tákna heimkynni fordæmdra; sauðkindurnar tákn fyrirdæmdra, sem ekki gerðu sér von um frelsun, mundi dauðinn flýja þá, en ávirðing þeirra haldast við. Tók ég nú enn að verða mjög hrædd. Ávarpaði hann mig sömu hughreystingarorðum og áður og mælti: „Þú átt eftir að sjá mikið enn“. Sá ég þá bjart ský renna upp í austri og staðnæmast á miðjum himni mitt á meðal þeirra tákna, sem fyrir voru. Ljóminn af skýi þessu líktist tungls- ljósi. Við komu skýsins varð sú breyting, að sólirnar mistu birtu sinnar, en krossarnir urðu hvítir sem mjöll. Hvarf hvorutveggja á bak við skýið. En í miðju skýinu sá ég sól ómælilega bjarta. Spurði ég um merkingu hennar. Mælti maðurinn: „Fyrir þá einu sól réttlætisins, eru allir réttlátir orðnir, þeir sem sáluhjálpina eig'a að erfa. Þó að syndir yðar séu rauðar sem blóð, skulu þær verða hvítar sem mjöll“. Nú þótti mér að stjörnufylkingarnar færa sig sín hverju megin við skýið. Sá ég þá mann krossfestan í loftinu, og var ég yfirmáta hrædd. Þóttist þó skilja þýðingu táknsins. Gekk bjart leiftur frá krossinum í allar áttir. Þegar ég inti eftir þýðingu þessa merkis, svaraði hann með því að spyrja hvort ég þekti ekki hann, sem væri á krossinum. Svaraði ég með því að segja, að það mundi vera Jesús, sonur Guðs, eða hvort það væri ekki svo. Hann svaraði: „Þeir munu sjá þann, sem þeir stungu“. Hneig ég nú niður máttlaus af ótta. Reisti maðurinn mig aftur á fætur.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.