Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1951, Síða 24

Sameiningin - 01.12.1951, Síða 24
102 Sameiningin Þegar ég var staðin upp, voru horfin öll táknin nema skýið. Þá mælti maðurinn: „Þannig mun verða tilkoma mannsins sonar á efsta degi“. Bað hann mig nú að vakna og segja sem flestum það sem hafði borið fyrir mig. Steig hann upp í skýið og leið það til austurs. Vaknaði ég nú og virtist sólskin um alt húsið, svo ég fékk greint hverja fjöl. Eftir stutta stund hvarf þessi birta“. —Séra S. S. C., færði í letur ---------☆--------- Skarpur námsmaður 1 sumar veitti Harvard háskóli ungum íslendingi, Friðrik A. Ólafson, doktorsgráðu í heimspeki. Doktors rit- gerð hans nefnist Study in ihe Physicalisiic Theory of Mind. Jafnframt var hann svo sæmdur The Fulbrighi Scholarship, sem veitt er af utanríkisráðuneyti Bandaríkjastjórnarinnar (Department of State). Þessi námsstyrkur innifelur ársdvöl við Oxford háskólann, og hefir hinn ungi doktor ákveðið að lesa við Magdalan College. Hann hefir dvalið hjá systur sinni hér í Seattle í sumarleyfi, en leggur bráðlega af stað til Evrópu. Áður en til Englands kemur, ráðgerir hann að heimsækja Grikkland; þangað hefir hugur hans lengi staðið, og máske fleiri lönd Suður-Evrópu. Námsferill Dr. Fredericks er eins og skemmtilegt æfin- týri. En strax finnur maður að hvergi hefir verið slegið slöku við. Honum hefir í þrjú skifti hlotnast námsstyrkur (scholarship), sem ekki er einungis stórheiður að, heldur hefir að auki borið uppi námskostnaðinn af háskólanámi hans frá því hann var sextán ára. Hann fær hæstu eink- unnir í öllum námsgreinum, en þó eru tungumál hans „opna bók“. Einnig kemur hér til greina persónuleiki hans með áberandi staðfestu og ástundun við hvað sem hann tekur fyrir. Frederick Arlan er fæddur 1. september 1924. Faðir hans, séra Kristinn K. Ólafson var þá þjónandi prestur hjá íslendingum í Mountain, N. D. Árið 1930 fluttu þau séra Kristinn og frú Friðrika kona hans (dáin 1942) með fjöl- skyldu sína til Seattle borgar, vestur á Kyrrahafsströnd. Hér lauk Frederick barnaskóla og miðskólanámi (High School). Þá hlaut hann Naiional Scholarship, einn af sjö, í samkeppni frá öllum ríkjunum, og mátti velja um nám við beztu háskóla landsins. Hann kaus að lesa við Harvard

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.