Sameiningin - 01.09.1953, Page 16
62
Sameiningin
Heima í söfnuðunum fékk málið undraverðan byr.
Sumir, að minsta kosti, sáu sanngirnina í því, að þegar
söfnuðir vestur á strönd væru að leitast við að senda
erindreka á hverju ári langa leið austur á kirkjuþing, að
við hér eystra færum einu sinni á 25 eða 50 árum vestur.
í nokkrum hópi manna, benti ég á, að ferðir héðan að austan
vestur á Kyrrahafsströnd væru orðnar svo almennar, að
þær væru nú ekki eins stórkostlegar eins og þær sýndust
hér áður, og það gæti jafnvel komið fyrir, að sumir gætu
sameinað kirkjuþingsferð við skemtiferð. Að þessu var
hlegið, en þetta kom þó á daginn; það voru óvanalega mörg
hjón erindrekar á þessu þingi.
Mr. N. O. Bardal á miklar þakkir skilið fyrir það verk,
sem hann vann að þessum undirbúningi. Hann kom á stað
hópferð erindreka og gjörði nauðsynlegan samning við járn-
brautarfélagið um nokkuð niðursett fargjald. Þetta hepnað-
ist ágætlega. í þessu ferðalagi var skemtileg skipsferð frá
Vancouver til Seattle og svo til baka.
Kirkjuþingið var haldið, eins og til stóð, í kirkju
(Calvary) Hallgrímssafnaðar. — Það var persónulega unaðs-
legt fyrir mig, því ég var fyrsti lúterski presturinn, sem
þjónaði í þeirri kirkju. Hún var upphaflega Methodista
kirkja. Árin 1925—’27 þjónaði ég íslenzka söfnuðinum í
Seattle. Fyrra árið höfðum við guðsþjónustur í norsku,
lútersku kirkjunni. Um sumarið fór ég austur á kirkju-
þing og dvaldi þar eitthvað lítilsháttar lengur; á þeim tíma
tóku safnaðarmenn mínir rögg á sig og keyptu þessa kirkju
af Methodistum, sem þá voru eitt'hvað að breyta til með
kirkjur sínar. Þar hóf ég starfið, þegar ég kom aftur vestur.
Starfið blómgaðist. Um vorið höfðum við sunnudagaskóla
með 12 kennurum. Um sumarið fór ég aftur austur, en séra
Kolbeinn Sæmundsson varð prestur safnaðarins.
Kirkjan, sem tók á móti kirkjuþingsgestunum, hafði
tekið stórkostlegum breytingum til batnaðar frá minni
starfstíð. Og þarna var gott kirkjuþing haldið, dagana 24.,—
27. júní. Að minsta kosti einu leyti var þarna haldið óvana-
lega gott kirkjuþing. Þarna var minna óþarfa þref og þjark
en á flestum okkar kirkjuþingum, sem ég hefi sótt. Að
skoðanamunur komi fram á mannfundum er nokkuð, sem
maður býst við, en til þess það fari vel verður að vera
sannleiksást og sanngirni á báðar hliðar. Jæja, það verður