Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.09.1953, Blaðsíða 18
64 Sameiningin heilu tíðina hafa einnig verið til smærri og stærri svæði, sem ekki hafa fengið meir en mjög litla prestsþjónustu. Stundum höfum vér verið að mæna til íslands, og stundum hefir vonin orðið að uppfylling. í raun og veru hefir nýtt Ijós verið kveikt með oss í hvert skifti, sem vér höfum fengið nýjan, góðan prest. í þessu efni virðist mér síðasta kirkjuþing hafi flutt okkur inn í nýjan heim ljóss og fegurðar. Fyrst var á kirkjuþinginu vígður ungur guð- fræðingur, með nokkru af íslenzku blóði í æðum sínum, Mr. Virgil Anderson, og hefir hann tekið við trúboðsstarfi í kirkjufélaginu. Og svo komu fregnir á þingið um tvo guð- fræðinga á íslandi, sem hafa tjáð sig fúsa til að starfa í kirkjufélagi voru. Ekki ætti að vera erfitt að finna þeim verksvið hér. Guð á himnum gefi okkur náð og vit til þess að nota rétt þessi og önnur góð tækifæri, ríki hans til eflingar. Mér blæðir í hjarta, er ég hugsa til hinnar stóru, fögru, farsælu Vatnabygðar í Saskatchewan, að hún skuli ekki vera fast, íslenzkt, lúterskt prestakall. Séra Guttormur ferðaðist þangað í fyrra, dvaldi þar mánaðartíma og flutti boðskap Guðs orðs með þeim krafti, sem honum er lagið. Og andi Guðs blessaði boðskapinn og hina unaðslegu kristi- legu vinsemd, sem hann er svo auðugur af; en tíminn til stórra framkvæmda var auðvitað of stuttur. Drottinn á himnum sendi þessu málefni leiðsögn og blessun sína. Allir kristnir menn þrá það, af öllu hjarta, að mann- kynið í heild vildi snúa sér til Guðs og þiggja leiðsögn hans og blessun, en vanalega verður bænarefni vort einstakir menn eða sérstakir hópar fólks. í þetta sinn leitar hugurinn ásamt hjarta til íslenzka lúterska safnaðarins í Vancouver. Söfnuðurinn hefir nú hinn ágætasta prest, séra Eirík Bryn- jólfsson, sem áður var prestur að Útskálum á íslandi. Eftir því sem ástandið kom mér þar í Vancouver fyrir sjónir, eru safnaðarkraftarnir prýðilega sameinaðir og sívaxandi. Hjá söfnuðinum er brennandi áhugi fyrir því að reisa Drotni kirkju. Almáttugur Guð á himnum gefi því máli sigursæla framkvæmd. Heilagur andi fylli hjörtu og anda fólksins með nauðsynlegum vísdómi og krafti til að efla Guðs ríki alt sem unt er. Guð blessi þig, vinur minn, séra Eiríkur, í þessu mikilvæga og nauðsynlega starfi. í þessu, sem ég hefi verið að leitast við að skrifa, hafa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.