Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1953, Side 20

Sameiningin - 01.09.1953, Side 20
66 Sameiningin Hvaðanæfa Eisenhower forseti hefir útnefnt dr. Joseph Simonson, lúterskan prest í Minnesota, til sendiherraembættis í Ethiopiu. Að fengnu samþykki Bandaríkjaþingsins tekur dr. Simonson við þessu embætti væntanlega í vetur, og lætur þá af prestskap. Hann hefir gefið sig allmikið við stjórn- málum áður. „Pólitík er aldrei í sjálfu sér óhrein,“ segir hann. „Hún óhreinkast af því að góðir þegnar bjarga henni ekki úr höndum óhlutvandra manna.“ ☆ ☆ ☆ Meridian Hills heitir smábær á útjaðri Indianapoiis- borgar. fbúar þorpsins eru vandir að virðingu sinni, og vilja ekki leyfa þar bústað öðrum en þeim sem eru „dannaðir“ og vel efnum búnir. Öllu sem er „óæskilegt.“ bæja þeir frá kaup á fáeinum ekrum í bæjarstæðinu. Þeir vildu reisa sér, og þar á meðal öllum kirkjum. Gyðingar festu nýlega þar samkunduhús. En bæjarstjórnin lagði þvert bann við og kvaðst þurfa landið fyrir saurrenslustöðvar. ☆ ☆ ☆ Á ungmennamóti Meþodista, sem haldið var í sumar í Indianaríki, var vínsölum eða talsmönnum þeirra boðið að taka þátt í umræðum um bindindismálið. Sumum leizt miður vel á það ráð. Þeir voru hræddir um að ræður frá þeirri hlið mundu ekki hafa sem hollust áhrif á ungmennin. En reyndin varð þó önnur að því sinni. Feichter nokkur, hluthafi bjórsölufélags þar í ríkinu, hélt tölu til varnar áfenginu. Aldrei hefði nokkur spámaður eða postuli, sagði hann, krafist þess að menn smökkuðu ekki vín. Hóf væri bezt í hverjum hlut, vínnautn e.ns og öðru. Ungmennin gáfu gott hljóð þangað til hann lauk máli sínu. En þá dundu á honum spurningarnar. — „Hvað er þá um ópíum og heróín og önnur þess konar lyf? Er ekki bezt að neita þeirra líka — í hófi?“ sögðu unglingarnir. „Auðvitað ekki!“ svaraði Feichter. ☆ ☆ ☆ Nokkrir mannvinir á Frakklandi hafa boðist til að sjá um uppeldi á börnum Rosenberg-hjónanna, sem tekin voru

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.