Sameiningin - 01.09.1953, Síða 22
Sameiningin
mann þess flokks, ef hann vill fá rýmkað um þessa löggjöf.
Miklar umræður hafa spunnist út af greininni. Flestum
kemur saman um, að þar standi langur gaur upp úr lítilli
grýtu. Jafnvel forseti Bandaríkjanna lýsti vanþóknun sinni
á þessum sakaráburði. Svo fór að Matthews, sem þá var
höfuðsmaður í rannsóknarliði McCarty Senators, varð að
segja af sér. Helzt lítur út fyrir að Matthews hafi átt upphaf
að mörgum gífuryrðum og getsökum Senatorsins á liðnum
árum.
Ýmsir málsmetandi prestar hafa síðan verið sakaðir um
samfélag við kommúnista; en allir hafa þeir neitað þeim
áburði með skýrum orðum, og sumir mjög röggsamlega.
—G. G.
Á víð og dreif
Vindurinn blæs, fölnuð lauf falla af trjánum, raddir
haustsins kalla, veturinn er í nánd. Hvað hefir þá sumarið
fært okkur? Svörin við þeirri spurningu munu vera mjög
mismunandi, eftir því hver svarar. En öllum hefir sumarið
fært eitthvað, sorg eða gleði, hagsæld eða harma.
Hver verður að svara fyrir sig. Er ég nú setzt í skrifta-
stólinn, og geri upp við sjálfan mig, þá hlýt ég að játa, að
sumarið 1953 hefir fært mér margvíslega reynslu og skilið
eftir fjölþættar minningar.
Merkilegasti viðburður sumarsins, að því er reynslu
mína snertir, var tvímælalaust kirkjuþingið í Seattle, og
samkomur og mannfundir, sem fóru fram þar í borginni og
annars staðar á ströndinni, í sambandi við það. Séra Guðm.
Páll Jónsson og séra Rúnólfur Marteinsson, D.D., hafa
skrifað nokkuð um þetta kirkjuþing, og skal ekkert af því
endurtekið hér. En þetta kirkjuþing verður mér persónu-
lega minnisstætt fyrir ýmsar ástæður. Það er fyrsta kirkju-
þingið, sem ég hefi stjórnað sem forseti kirkjufélagsins, og
bar ég fyrirfram nokkurn kvíðboga fyrir hversu takast
mundi. En í fundarstjórn, sem öðrum störfum þingsins
naut ég ágætrar samvinnu allra, sem á þingi sátu, og alt
virtist ganga slysalaust. í þetta sinn féll það í hluta forseta
að vígja ungan mann til prests. Það var hrífandi og hátíð-
leg athöfn, en aldrei mun slík vígsla gleymast þeim, er fram-