Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1954, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.09.1954, Qupperneq 10
64 Sameiningin lögmálsins, Torah, en grundvallarsjónarmið hans er samt þetta: mælisnúran á réttláta breytni mannsins býr ekki með manninum sjálfum, heldur Guði. Vér kynnum að hafa aðrar skoðnanir á siðalögmálinu en Esekíel. Vér kynnum að neita því, að bankastjórar séu menn ósiðlegri en aðrir. Að hinu gefum vér gaum, að Esekíel telur Guð hafa opin- berað vilja sinn mönnunum. Það verður þá vort hlutverk að túlka eðli þessarar opinberunar. Hér höfum vér komið auga á viðlag eða uppistöðuþráð í kenningu Biblíunnar, sem segir oss að allir hlutir eigi að skiljast þeirri skilningu, að Guð sé veruleiki. Þennan uppistöðuþráð höfum vér fundið í þrem textum, sem að ytra borði virðast ólíkir. Þeir eru hver öðrum frábrugðnir vegna þess, að þeir eru til orðnir á ýmsum tímum og hver þeirra endurspeglar tímamót sinnar samtíðar. Samt sem áður tengir þá sterkt band og þeir segja að vissu leyti hið sama. Á þennan hátt þurfum vér að finna uppistöðuþræðina í kenningu Ritningarinnar, eins og prófessor Rylaarsdam hefir bent á, á athyglisverðan hátt. f þessu er fólgin lausn þess vanda, sem bent var á að framan, að skoða Ritninguna sem eina heild og ekki sem safn ýmissa guðfræðiskoðana frá ýmsum öldum. Um leið og vér skoðum Biblíuna sem bók sögunnar, höfum vér nú nálgazt það mark að sjá hana sem bók trúarinnar. En vér höfum ekki enn komizt alla leið, að mínum skilningi. Enda þótt vér komum auga á uppistöðuþræðina í hinum litskrúðuga kenningavefnaði Ritningarinnar svo sem frjálsræði Guðs (gagnvart náttúrulögmálinu), synd skoðaða sem flótta frá Guði, eðli hjálpræðisins o. s. frv., höfum vér ekki enn sýnt fram á hvers vegna t. d. kenning Biblíunnar um hjálpræðið sé oss þýðingarmeiri en kenning Indverja, svo að eitt dæmi sé nefnt. Hér hefst því síðari þáttur þeirrar lausnar, sem ég vildi benda á og drap á að framan, hinn guðfræðilegi og trúar- legi þáttur. Það sem vér þurfum nú að fást við er það, hvernig sú trúarreynsla, sem að baki liggur þeirri sannfæringu, að Guð sé að verki í sögunni, geti orðið vor reynsla. Hvernig uppistöðuþræðirnir í kenningu Ritningarinnar geti vakið trú með oss sjálfum á sama hátt og með liðnum kynslóðum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.