Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1954, Blaðsíða 12
66 Sameiningin staðreyndar, að kristinn átrúnaður sameinar sögu og trú. Trúin er lífsafstaða vor til nútíðarinnar en vér erum samt ekki fortíðarlausir. Enginn maður flýr fortíð sína og ekkert það dafnar, sem er gleymið á rætur sínar. Vér erum í senn bundnir af arfi og erfðum og lifum af þeim. Kristinn maður er bundinn þeirri fortíð sinni, að hann var einn þeirra, sem Guð leiddi út af Egyptalandi, og hann er einn þeirra, sem stóðu við kross Krists. Það sögulega mót, sem þessir at- burðir hafa fengið í sagnaritun hinnar helgu bókar, skuld- binda hann ekki, og hann er frjáls til rannsókna og til þess að velja og hafna um það, sem honum þykir sennilegast um atburðanna rás. En þessi fortíð er fortíð hans sjálfs. Að öðrum kosti er hann ekki kristinn. Á svipaðan hátt er sá einn íslendingur, sem telur baráttu Jóns Sigurðssonar til sinnar eigin fortíðar, svo að dæmi sé nefnt. Kristinn maður er limur þess trúarsamfélags, sem Guð skóp og viðheldur af náð sinni. Kristinn maður fær því aðeins lifað trúarlífi, að hann haldist í lífrænum tengslum við það trúarsamfélag, við kirkju Krists í nútíð og fortíð. Vér finnum Guð hvorki í náttúrunni, meðal heimspeking- anna né í bókmenntunum. Náttúran, heimspekin og bók- menntirnar geta einungis leitt oss til Guðs. En Guð er í sínu heilaga musteri. Og musteri hans er hvarvetna þar, sem kirkja hans er nálæg. •------------■☆■------------ Vígsla kirkjunnar á Gimli Sunnudagurinn, 15. júlí á þessu sumri, var dýrðlegur fyrir lúterska söfnuðinn á Gimli, því þá var vígð nýja, veglega kirkjan hans með dásamlegum hátíðarbrag og að viðstöddu fjölmenni. Sjö lúterskir prestar tóku meiri eða minni þátt í athöfninni. Hátíðin féll í þrjár deildir. Fyrst var guðsþjónusta á elliheimilinu Betel, er hófst kl. 10 f. h. Næst var aðalvígslu- hátíðin í nýju kirkjunni, er hófst kl. 11. Svo um kvöldið fór fram tilkomumikil og margbreytt guðsþjónusta, í raun og veru í tvennu lagi, er hófst kl. 7. Séra Haraldur Sigmar, D.D., frá Blaine í Washington- ríki Bandaríkjanna, stýrði athöfninni á Betel. Það fór undur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.