Sameiningin - 01.09.1954, Side 16
70
Sameiningin
Táknmál kirkjunnar
Erindi, flutt aö Betel, Gimli, 15. ágfúsí 1954
(í tilefni af vígslu kirkjunnar á Gimli)
„Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, drottinn her-
sveitanna. Sálu mína langaði til, já, hún þráði
forgarða drottins“. 84. Davíðs sálmur.
Það hefir ávalt verið kenning og trú kristinna manna,
að Drottinn allsherjar fái ekki dvalið í þeim musterum,
sem með höndum eru gjörð, heldur sé hann allstaðar
nálægur, og að jafnvel himinn og jörð fái ekki rúmað eilífa
hátign hans. En þrátt fyrir þá trú, hafa menn frá öndverðu
reist Drottni musteri, og byggt kirkjur í hans nafni, og
honum til dýrðar. Þetta hafa menn gert vegna sjálfra sín,
fyrst og fremst vegna þess að samfélagið til tilbeiðslu og
guðsdýrkunnar er óhugsandi án tilhlýðilegra húsakynna.
Þannig eru þá kirkjurnar jafnan að útliti og allri gerð eins
konar túlkun á þeim trúarþroska, sem menn búa yfir á
hverjum stað. Hvar sem vér sjáum fallega kirkju megum
vér ganga að því vísu, að þar er fólkið á andlegri þroskaleið,
að það þráir forgarða Drottins og finnur þrá sinni framrás í
föstu formi og fögrum stíl.
Þessi sólbjarti sumardagur, 15. ágúst, sem er og 9. sunnu-
dagur eftir trínitatis, mun lengi verða minnisstæður í sögu
þessarar sveitar. Þessi dagur mun í minni manna settur í
samband við vonir, sem hafa rætzt, og drauma, sem hafa
komið fram. í dag fara hér fram sérstakar helgiathafnir,
það sem vér nefnum kirkjuvígsla, og munu margir taka
undir með sálmaskáldinu, er þeir ganga inn í hið nýja Guðs-
hús þessa bæjar: Hversu yndislegir eru bústaðir þínir,
drottinn hersveitanna“. Þessi kirkja er að sjálfsögðu reist
Guði til dýrðar, en um leið í þakklátri minningu um frum-
herjana, sem fyrst bar upp að þessum ströndum, sem ruddu
hér skóga, ræktuðu forarfen, og reistu hinar fyrstu kirkjur
og söfnuði hér í sveit. Þessi nýja kirkja er vissulega á allan
hátt veglegri en hinar fyrri, enda er nú byggðarbragur hér
með allt öðrum hætti en áður var. Byggðin nýtur nú meiri
hagsældar en nokkru sinni fyrr; hún er fjölmennari en