Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1945, Page 13

Sameiningin - 01.09.1945, Page 13
173 ar um þá ljó;s sólu bjartara, og rödd rýfur öræfa þögnina: “Sjaúl, Sjaúl, lama tífretení? Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Erfitt verður þér að spyrna á móti broddunum.” Og Sál hnígur niður á veginn. Sjaldan hefir nokkur maður fundið leggjast á sig annan eins sektarþunga, og þó var hann sælastur allra manna. Hann hafði heyrt Jesús tala. Sama vissan er að gagntaka hann og lærisveinana við Sesareu Filippi:Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs. Nú skil eg þetta alt eitthvað betur. Samræður Jesú við lærisveina hans hjá Sesareu Filippí endurtakast -— öld af öld og dag frá degi. Þær heyra ekki aðeins til horfnum tímum, heldur nútímanum og því sem framtíðin ber í skauti, já eilífðinni sjálfri. Og það er aðeins eitt, sem er nauðsynlegt fyrir hvert mannsbarn um sig og mannkynið alt í heild sinni, að það heyri röddina þá, sem lærisveinarnir heyrðu við Sesareu Filippí og Páll postuli fyrir utan Damaskus, og hætti við það að spyrna á móti broddunum. Við þær hugsanir heilsum við aftur Damaskus. Jórsalaför — eftir Ásmund Guðmundsson. Ekki er alt sem sýnist Frásaga löngu liðinna alda segir frá konungi einum, sem ríkti yfir ríkjum þar sem hungursneyð hafði geysað um langt skeið. Lýðurinn var örvita af hungri og hafði tekið til ýmsra örþrifaráða til að seðja hungur sitt. Sumir létu falla orð um það að allir liðu í landinu nema kon- ungurinn, sem klæddist purpura og lifði í alsnægtum. Eitt sorglegt atvik var orsök þess að. hann kallaði þegna sína saman og ávarpaði þá frá svölum hallar sinnar — óviðbúinn gerði hann tilraun til að tala kjark í lýðinn, er hann rétti upp hönd sína opnaðist skykkja hans og fólk sá að undir hinni dýrindis skykkju klæddist hann serk úr grófu efni næst sér. Fólkið varð orðlaust af undrun. — Hinn gróf- gerði serkur táknaði yðrun og sorg. Það skyldi að þar sem hann var hulinn fyrir manna sjónum var um virkilegt sálarstríð að ræða. Þar var einhver hulin sorg eða synd —

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.