Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1948, Side 3

Sameiningin - 01.05.1948, Side 3
Hér með tilkynnist öllum hlutaðeigend- um að kirkjuþing Hins evangelizka lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi verður haldið, ef Guð lofar, í Gimli prestakalli, Gimli, Manitoba, frá 18. til 22. júní 1948. Þingið hefst með guðsþjónustu og altarisgöngu í kirkju Gimli-safnaðar, föstudaginn, 18. júní 1948, kl. 8 e. h. — Day- light Saving Time. — Sæti á þingi eiga embættismenn kirkjufélagsins, prestar þess, og fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum kirkjufélagsins, einn fulltrúi fyrir hverja hundrað fermda meðlimi eða brot af hundraði. Þó má enginn söfnuður hafa fleiri en fjóra full- trúa. Bandalagi lúterskra kvenna eru heimilaðir tveir full- trúar, og Ungmennasambandi kirkjufélagsins eru heimil- aðir tveir fulltrúar. Samkvæmt lögum kirkjufélagsins, ber öllum prestum þess að sækja þing, og öllum söfnuðum þess ber að senda fulltrúa. Kjörbréfum og afsökunum skal framvísað á fyrsta þingdegi. — Dagsett í Árborg, Man., 10. maí 1948. Séra EGILL H. FÁFNIS, forseti, Séra B. A. BJARNASON, skrifari. Kirkjuþingsboð • Sameiningin fagnar af alhug þeim heiðri sem fallið hefir vini vorum, séra Rúnólfi Marteinssyni, í hlut, að hann verður í lok þessa mánaðar sæmdur doctors nafnbót af Gustavus Adolphus College. Verðskulduð er sú viðurkenning, eins og langt og merkilegt ævi— starf hans bezt ber vitni um. — Vér samfögnum allir! S. Ólafsson.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.