Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1948, Síða 17

Sameiningin - 01.05.1948, Síða 17
Sameininoin 79 hvað eftir annað. Við lærum ekki þetta guðinnblásna lag; en það mun halda áfram að óma í hjartanu. Söngurinn stíg- ur upp í opinn himininn frá þessum krjúpandi söfnuði. — Dauðinn er horfinn. Allt er ljós og líf. Þetta er dýrlegasta guðsþjónusta sem við höfum nokkru sinni lifað. Mér finnst hún búa yfir upprisufögnuði frumkristninnar. Loks rís söfnuðurinn á fætur og heldur til opinberunar-kapellunnar, eins og til samfundar við drottinn sinn upprisinn og syngur honum lof. — Framhald. ____________*____________ Eftir séra S. S. Chrisíophersson Það virðist full á- stæða til þess að minnast þessa á- gætismanns. Nú eru á þessu ári liðin fjögur hundruð ár frá fráíalli hans. — Hann er talinn að vera fæddur um 1508 eða 1509. Tiltölu- ,lega ungur tók hann við biskupstörfum í Skálholti og lézt eftir að hafa gegnt því starfi í átta ár. Mörg voru verkefnin og vandasöm ,sem biðu hins unga biskups; var honum lagt fyrir að innleiða lúterska kenn- ingu; tveir kaþólskir og ráðríkir biskupar sátu á biskupstól- um, Jón Árason á Hólum og Ögmundur Pálsson í Skál- holti, enda voru þeir mjög fráhverfir hinni nýju evangelisku kirkjuskipun, sem Danakonungur vildi innleiða í ríki sínu; átti Gissur biskup að róa að því öllum árum, að kirkjuskip- unin yrði viðtekin á íslandi. Við það bættist ennfremur að öll reikningsskil Skálholts-biskupstóls voru mjög í óreiðu. Gerði Gissur kröfur til eigna stólsins, sem Ögmundur biskup hafði ánafnað sér. Með kröfum þessum olli Gissur sér óvin- skapar Ögmundar, sem leiddi til fulls fjandskapar. Skirðist Ögmundur ekki við að gera hin nýja sið tortryggilegan, og skapa óvináttu gegn Gissuri, og gera honum lítt mögulegt fyrir með að fá innleidda kirkjuskipunina. Þar kom að, að konungur sá sér ekki fært að láta þar við lenda, og tók til sinna ráða með því að flytja Ögmund biskup utan lands. — Mjög hefir Gissuri verið legið á hálsi út af þeim viðskift- Gissur biskup Einarson

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.