Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 9
103
“Aimighty Father God of Love,
Hear from Thy Throne of Light above,
The prayer that now to thee ascends,
For blessings on our absent friends.
Be with them when the day is bright,
Be with them in the gloom of night,
And guide until the end shall come,
Of life’s full day, then lead them Home.”
Amen.
Kirkjulegar fréttir frá íslandi
Efíir prófessor Richard Beck.
Lesendur “Sameiningarinnar” vilja vafalaust fylgjast
sem best með kristnihaldi og kirkjulegu starfi heimaþjóðar
vorrar. Verður hér því í stuttu máli skýrt frá sumu því
helsta, sem gerst hefir á þeim vettvangi síðustu mánuðina.
"Kirkjublaðið".
Það má vissulega teljast til meiriháttar kirkjulegra
tíðinda, að nýtt málgagn þjóðkirkjunnar íslenzku, “Kirkju-
blaðið”, hóf göngu sína í maí. undir ritstjórn biskups íslands,
herra Sigurgeirs Sigurðssonar. Fylgir hann því úr hlaði með
tímabæru og íturhugsuðu ávarpi til íslendinga, þar sem
mótuð er stefna blaðsins skirt og skorinort og djarflega
horfst í augu við örðugleika þá, sem íslenzka þjóðin á nú
við að stríða á ýmsum sviðum, bæði hið vtra og hið innra.
Leggur biskup áherzlu á það, að “Kirkjublaðið” vilji um
annað fram vinna að einingu og bræðralagi í landinu, “í full-
vissu um, að bræðralagið sé eitt aðal skilyrði þess, að
þjóðin geti í nútíð og framtíð lifað sjálfstæðu og fögru
lífi”. Ennfremur farast honum þannig orð:
“Hagfræðiiegar og stærðfræðilegar áætlanir og ytri
skipulagning og reglur um framkvæmdir og framtíðarlíf,
hversu góðar sem eru, munu aldrei einar nægja til þess að
skapa nvjan og betri heim hér á jörðu. Til þess þarf umfram
allt að breyta mannshuganum og kenna honum betur en
hingað til hefir tekist, að tileinka sér þá trú og breyta sam-
kvæmt þeim lífsreglum og eilífu sannindum, sem orð og