Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 21
115
þeirra hjóna, prestshjónin frá Selkirk, séra Sigurð Ólafsson
og frú Ingibjörgu. Ásamt með þeim séra Sigurði og frú
Ingibjörgu, og með ýmsu fólki úr sókninni þar var eg svo
í kvöldverðarboði á heimili prestshjónanna íslenzku og
lútersku.Séra G. P. Jonsson var þó ekki heima þá, en Mrs.
Jonsson veitti á okkur af mikilli rausn og myndarskap.
Skemtu sér þar allir vel, en söknuðu þess mikið að presturinn
var fjarverandi.
Að kveldi þess sama dags var eg á fundi með all-mörgu
fólki lúterska safnaðarins. Var þar samtal og ræðuhöld.
Töluðum við um kirkjulegt starf þar, og um ýmislegt er
snerti hag og heill safnaðarins. Eftir þetta samtal voru
framreiddar veitingar, að íslenzkum sið. Rómuðu margir
dugnað prestshjónanna er þarna starfa, og trúmensku
þeirra við starfið. Er eg mjög þakklátur forseta hins lúterska
safnaðar í Blaine, og mörgu fólki safnaðarins fyrir það vin-
gjarnlega tækifæri er mér var þannig veitt til að kynnast
þessum söfnuði og staðháttum og ástæðum þar. Áður var
eg þar mjög' lítið kunnur. í seinustu ferð minni til Blaine
kom eg aftur á heimili Mr. og Mrs. H. Johnson og naut þar
aftur góðgjörða. Hitti eg þar líka aftur prestshjónin frá
Selkirk. En líka heimsótti eg þá gamla kunningja, Mr. og
Mrs. Halldór Halldórsson er hingað komu frá Leslie, Sask., en
eru upprunnin frá Norður Dakota. Var ánægjulegt að vera
með þeim þessa stund og endurnýja gamlan kunningsskap,
og njóta góðgjörða hjá þeim. Seinni hluta dags keyrðu þau
mig á stöðina, og hvarf eg þá aftur til Seattle.
Eg fór líka nokkrar ferðir með mági mínum, L. H.
Thorlakson til Point Roberts, því síðari hluta þessarar viku
dvaldi kona hans ásamt með ungum syni þeirra í sumar-
bústað þar á “tanganum”. Þó viðdvöl væri oftast stutt af
því hann var bundinn störfum sínum í Vancouver, kyntist
eg þar sumu íslenzka fólkinu. Og um helgina 18. júlí keyrð-
um við þangað er messu var lokið í Vancouver. Þar flutti
eg prédikun við guðsþjónustu, sem Rev. Neff stýrði. Er Rev.
Neff nú að þjóna þessum söfnuði oklcar — Þrenningarsöfn-
uði í Point Roberts. — Messar hann þar svo sem einu sinni
í mánuði og stundum oftar. Annars er aðal starf hans að
þjóna Redeemer-söfnuðinum í Vancouver, sem tilheyrir
Pacific sýnódunni í U. L. C. A. Mun séra S. O. Thorloksson
hafa fengið hann til að veita söfnuði okkar þessa hjálp
þegar söfnuðurinn hafði enga þjónustu. Eftir guðsþjónust-
una talaði eg stundarkorn við fulltrúa safnaðarins og' Rev.