Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 10
104 heilög fyrirmynd Jesú Krists birtir mannkyninu”. Þar sem hið efnismikla ávarp Sigurgeirs biskups hefir þegar verið endurprentað í “Lögbergi”, og margir lesendur þessa rits hafa að sjálfsögðu lesið það þar, verður það eigi frekar rakið hér. En bæta má því við, að í annari grein um verkefni blaðsins tekur hann fram, að það ræði ekki ein- göngu trúarleg efni, heldur einnig önnur mál, er þjóðina varða frá kristilegu og kirkjulegu sjónarmiði. Þá ber og að geta þess þakklátlega, að blaðið lætur sig einnig skipta kirkjulegt líf íslendinga hér í landi, og fer biskup um það þessum orðum í grein sinni: “Mun það við og við birta ýmsar fréttir frá systurkirkjunni vestan hafs og löndum vorum þar. Hefir hinn góðkunni Vestur-lslendingur Valdimar Björnsson, sem nú dvelur hér á landi, heitið blaðinu stuðn- ingi og mikilsverðri aðstoð í þeim málum. Þau átta blöð, sem mér hafa borist af “Kirkjublaðinu”, eru ágætlega í anda stefnuskrár þess, flytja ræður, erindi og ritstjórnargreinar um trúarleg og menningarleg efni, auk kirkjulegra og almennra frétta. fslenzka kirkjan á fjölda prýðilega ritfærra manna í hópi presta sinna, sem heitið hafa blaðinu stuðningi sínum, og eru þegar farnir að leggja því til lesmál. Má því fyllilega ætla, að það verði lyftistöng andlegu lífi þjóðarinnar, og er gott til þess að vita, að því hefir þegar verið vel tekið. Ef einhverjir skyldu vilja gerast áskrifendur þess hér vestra, en ágætlega færi á því, má geta þess, að það kostar 10 krónur fram til næstu áramóta, en síðan 15 krónur árgangurinn. Utanáskrift þess er: “Kirkjublaðið”, Pósthólf 532, Reykjavík. Sjötíu og fimm ára afmæli séra Friðriks FriSrikssonar. Séra Friðrik Friðriksson. brautriðjandi og forvígismað- ur Kristilegs Félags Ungra Manna (K. F. U. M.) á íslandi, átti 75 ára afmæli þ. 25. maí síðastliðinn, og var þess at- burðar minnst með virðulegri hátíðasamkomu í húsi félags- ins, er fjölmenni sótti. Dr. theol. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, flutti aðalræðuna, er. meðal annara, sem töluðu, voru Magnús Runólfsson cand. theol., framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurgeir Sigurðsson biskup, séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, og Valdimar Björnsson liðsforingi, sem flutti kveðju héðan að vestan; en eins og marga rekur minni til, var séra Friðrik um skeið starfandi prestur meðal íslendinga hér í landi og á því enn ítök í hugum þeirra. Allir þeir, eins og sá, sem þetta ritar, er komust á yngri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.