Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 18
112 hvorfið heimleiðis með ánægju og gleði í huga. Trúað get eg að margir hafi líka um það hugsað þá, að nú þyrfti að “nota hinn hentuga tíma”, og byggja vel í þjónustu Guðs, og hans ríki til eflingar. Eg fór til Vancouver næsta morgun með tengdabróður mínum, Mr. L. H. Thorlakson og konu hans. Heimili þeirra er í Vancouver, en þau höfðu komið til Seattle um helgina til að vera viðstödd innsetning frænda síns í prestsembættið. Á vegum þeirra var eg svo næstu vikuna, og naut þar hinnar unaðslggustu og uppbyggilegustu dvalar. En um þann þátt ferðalagsins hygst eg að skrifa seinna, nákvæmar. En mánudaginn 18. júlí hvarf eg aftur til Seattle, og dvaldi þar nú á ný liðuga viku. Dvaldi eg þá mest af tímanum á hinu nýja heimili sonar míns og tengdadóttur. Var það ósegjanlega gaman fyrir mig, að vera þar hjá þeim og. ferðast svo um með syni mínum, og koma á eitt vingjarn- legt heimilið eftir annað, o‘g tala þá oft um þátttöku í safnaðarstarfinu, og um framtíð og sigurmöguleika starfs- ins. Mér fanst eg vera orðinn ungur aftur og fær í flestan sjó! Eg var tekinn að læra á ný, en jafnframt var eg þó líka að reyna að kenna! Eg messaði í kirkju Hallgrímssafnaðar á íslenzku sunnudaginn 25. júlí við all-góða aðsókn. Söngur- inn var aftur ágætur, og alt virtist benda á lifandi starfsemi. En þessi ferð mín varð auðvitað að enda svo sem aðrar ferðir.. Á lestina steig eg til beimferðar miðvikudaginn 28. júlí. Gott var og unaðslegt aftur að koma heim, eins og ávalt. Þegar heim kom, var frábærlega mikið verk fyrir hendi. Sá eg varla fram úr því. En ferðalagið og hvíldin frá vanalegum störfum hafði gefið mér byr undir báða vængi. Eg hafði yngst! Mikið af starfinu var ljúft, og flutti mér sína blessun, þó að inn í það fléttuðust, eins og oftar sorg- legir þættir. II. Til Vancouver B. C., Blaine og Poini Roberis Wash. Eins og eg mintist á að framan, ferðaðist eg' til Vanvouver B. C. meðan eg var á vesturströndinni í sumar, og kom eg þá líka til Blaine og Pt. Roberts í Washington. ríkinu. Fram- kvæmdarnefnd kirkjufélagsins hafði beðið mig að skreppa til Vancouver meðan eg væri þar í grendinni, og eiga þar til við nefndina, sem hefir beitt sér fyrir krjstindómsstarfi á vegum okkar kirkjufélags. Var mér ánægja mikil að verða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.