Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 22
116 Neff. Var að heyra að fulltrúar safnaðarins væru mjög ánægð ir með þá þjónustu, sem þessum presti var unt að veita þeim. En presturinn var aftur á móti ekki viss um að sér yrði mögulegt að halda áfram þessari þjónustu, vegna þess að starf sitt í Vancouver væri að aukast og verða víðtækara. Mun hann þó enn, er þetta er ritað, þjóna þar á svipaðan hátt og þá var, og við góðan orðstír. Það var líka ánægja að kynnast söfnuði þessum og fólkinu þar. Þangað hafði eg aldrei komið fyrr, og var víst engum þar áður kunnur. En vinsamlega var tekið á móti mér af fólkinu. Og staðurinn er fagur og aðlaðandi á margann hátt. Offur Nú eru margir af söfnuðum okkar að leggja fram offur og gjafir í starfsmálasjóð kirkjunnar. Er vel að sinna því á þessari árstíð og oftar. Þó öll okkar tillög til trúboðs og annara starfsmála kirkjunnar séu frjáls, og enginn sé þvíng- aður til að leggja fram neina ákveðna upphæð, þá er þörfin brýn að styðja þau mál vel og örlátlega. Þörfin er altaf mikil, og möguleikar safnaðanna að rétta fram örláta hönd til stuðnings málefnum og fyrirtækjum utan sinna eigin vébanda eru nú meiri en oft áður. Þakklæti okkar til Drott- ins fyrir hans mörgu og góðu gjafir, verður ekki á einn hátt betur framborið, en þann að veita örláta aðstoð og þjónustu þar sem þess gjörist þörf. Á það vil eg ennfremur minnast nú, að síðasta kirkju- þing okkar ákvað með tillögu, sem var samþykt mótmæla- laust, að allir söfnuðir kirkjufélagsins skyldu beðnir að gefa eitt offur á þessu hausti til “Lutheran World Action”, en það er eins og kunnugt mun vera, velgjörðafyrirtæki sem stutt er af velflestum lúterskum kirkjufélögum í Canada og Bandaríkjunum. Minniál Betei í erfóaskrám yðar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.