Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 12
106
varið verði “eigi minni en einni kennslustund á viku í
hverjum bekk til fyrirlestra og kennslu í kristnum fræðum.”
Er hér um hið mikilvægasta spor að ræða í uppeldismálum,
því að óneitanlega á það við bæði heima á íslandi og hér-
lendis, sem séra Sveinn Víkingur, biskupsritari, segir í
ritstjórnargrein í “Kirkjublaðinu” um nefndar tillögur:
“Mannræktina, manngöfgina og sjálfa lífshugsjónina, sem
eld áhugans kveikir í ungri sál, og löngunina til þess að
verða að liði og láta gott af sér leiða. Er það ekki þetta,
sem enn vantar um of í skólana okkar, bæði lægri og æðri?”
Þá samþykkti prestastefnan mjög athyglisverða tillögu
um verndun þjóðlegra verðmæta, sem talar sínu máli til
vor íslendinga í landi hér og er því tekin hér upp orðrétt:
“Prestastefna íslands lýsir yfir því, að hún telur brýnni
nauðsyn á því nú en áður, að vernda vel hinn þjóðlega arf,
tungu, sögu og heimilismenning þjóðarinnar og heitir á
alla góða íslendinga til stuðnings og til samvinnu við presta-
stéttina um þessi mikilsverðu mál.”
Þess ber einnig sérstaklega að geta, að Prestastefnunni
flutti Valdimar Björnsson erindi um kirkju og safnaðarlíf
Vestur-íslendinga, er ágætur rómur var gerður að. Hefir
erindi þetta í heild sinni verið prentað í “Morgunblaðmu”.
Yfirhershöfðingi ameríska setuliðsins á íslandi, General
Key, heimsótti einnig Prestastefnuna ásamt hóp amerískra
presta; hann og yfirpresturinn ávörpuðu samkomugesti, en
biskup þakkaði þeim komuna. Sýndu hinir virðulegu gestir
íslenzkri kirkju og prestastétt vinsemd og verðskuldaða
virðingu með heimsókn sinni.
Ber fundargerð Prestastefnunnar það með sér, að hún
hefir um allt verið hin ánægjulegasta, og samþykktir hennar
þannig vaxnar, að þær eru líklegar til að reynast þjóðinni
ávaxta- og blessunarríkar.
Aðalfundur Presíafélags íslands.
Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn laugar-
ciaginn þ. 26. júní, daginn áður en Prestastefnan hófst, og
sátu hann nálega 50 prestar og andlegrar stéttar menn.
Við guðsþjónustuna áður en fundur hófst prédikaði séra
Bjarni Jónsson, vígslubiskup, og minntist í ræðu sinni 25
ára starfsafmælis félagsrns. Þótti guðsþjónusta þessi vera
hin virðulegasta, en hún var haldin í hinni fögru kapellu
Háskóla Islands.
Prófessor Ásmundur Guðmundsson, formaður félagsins,