Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 19
113
við þeirri ósk. Taldi eg að þar væri staður til framhalds-
starfsemi af hálfu okkar kirkjufélags. Skýrslur þær sem
bornar voru fram á kirkjuþingi okkar á Mountain í sumar,
um starfið í Vancouver, bæði af trúboðsnefnd félagsins og
af séra Runólfi Marteinssyni, virtust benda á mikið starfs-
svið þar, og góða starfsemi af hálfu séra Runólfs á undan-
förnum vetri. Svo var og líka hitt að eg var nátengdur
forseta kirkjunefndarinnar þar og nákunnugur ýmsum,
sem í nefndinni störfuðu. Það urðu heldur engin vonbrigði
íyrir mig að koma þangað. Á hinu myndarlega og fallega
heimili Mr. og Mrs. L. H. Thorlakson átti eg ágæta dvöl
meðan eg staðnæmdist þar, og móttökur af þeirra hálfu
voru ástúðlegar og góðar. Gíslasons-hjónin, sem áður voru
starfandi meðlimir í söfnuði mínum í Elfros, Sask., tóku
mér líka tveim höndum, og marga fleiri góða vini og kunn-
ingja hitti eg þar mér til mikillar ánægju, sem eg hafði
áður átt samvinnu með í fyrra prestakalli mínu, í Wynyard,
Sask., og grendinni.
Eftir að kynnast nú dálítið starfsháttum og ástæðum í
Vancouver, sannfærðist eg um að þar væru akrarnir kvitir
til uppskeru, og feikna mikið starf fyrir hendi. Virtist mér
vera mjög knýjandi þörf fyrir kirkjulegu starfi af hálfu
okkar kirkjufélags. Fanst mér að við þurfa að auka þar
starfið og efla eftir beztu möguleikum. Þykir mér því
vænt um að nú, þegar eg skrifa þessar línur, er séra R.
Marteinsson aftur tekinn til starfa þar í samráði við nefnd-
ina. Og vona eg að árangur þeirrar starfsemi verði bæði
mikill og góður.
Eitt kveldið átti eg fund með þessari kirkjumálanefnd
í Vancouver. Fundurinn var haldinn undir beru lofti í
Stanley Park. Það er staður sem mikið er rómaður bæði
af íbúum og gestum. Þar ræddum við kirkjumálin í ein-
lægni og með miklum áhuga. Okkur var það öllum ljóst
að einn örðugleikinn var sá, að ekki var um nægileg efni
að ræða til að reka starfið með þeim krafti, sem allir hefðu
ákosið. Og við komum auga á ýmsa fleiri örðugleika; eins
og t. d. það hvað íslendingar eru mjög dreifðir út um
alla þessa stóru og víðáttumiklu borg. Ekkert hverfi, þar
sem íslendingar eru fjölmennir eða neitt nálægt því; og þó er
gizkað á að um 1500 íslendingar eigi heima í borginni og
næstu grend. En ánægjulegt var það í mesta máta hvað
nefndin var bjartsýn á framtíðarmöguleikana, og fastákveðin