Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 14
108 í prestsembættið, en til þess embættis hafði hann verið vígður á kirkjuþinginu á Mountain í júní-mánuði. Eg hafði hlakkað mikið til þessarar ferðar einkum af því mér fanst það svo hrífandi að það skyldi eiga að vera fyrsta embættis- verk mitt í hinni nýju stöðu, að setja elsta son okkar í prestsembættið. Þó hefði eg vissulega hlakkað enn meira til ferðarinnar, ef heilsa konu minnar hefði leyft að hún hefði verið með í þessari ferð. Hitt var þó mikið gieðiefni að hún var í góðum afturbata eftir þung veikindi á síðasta vetri og vori, jafnvel þó hún væri ekki búin að safna nægum kröftum til langferðar. Eg hlakkaði líka til ferðarinnar vestur af því þar á eg margt venslafólk, ættingja og vini. Og hafði eg áður reynt það, ásamt með fjölskyldu minni, hversu unaðsríkt það er að ferðast um á vesturströndinni. Við komum til Seattle föstudagsmorguninn 9. júií, og var Dr. Friðrik Thorlakson, tengdabróðir minn á stöðinni að mæta okkur. Tók hann okkur samstundis heim á hið fagra og vandaða heimili sitt, sem stendur í einu af hinum fegurstu hverfum þeirrar fögru borgar. Úr framdyrum húss- ins horfir maður út á fagurt stöðuvatn, — Lake Washington. Þar úfir oft og grúfir af skemtisnekkjum með glansandi seglum, og öðrum farartækjum af ýmsu tagi. Þegar bjart er í lofti blasir þar líka við augum í nokkurri fjarlægð hinn yndislegi fjallkonungur, — Mount Rainier. Mrs. Thorlakson tók ljúflega móti okkur, og settumst við fljótt sð snæðingi, og horfðum þá jafnframt á þetta ógleymanlega umhverfi. í huga minn flaug þá sú hugsun, sem eg mátti þó ekki dvelja lengi við: “Er það ekki grátlegt að hugsa til þess, þar sem Guð veitir okkur alla þessa miklu og dýrðlegu fegurð í náttúrunni og í sínum margvíslegu og miklu tignar- verkum, að við mennirnir skulum samt svo oft vera á einn og annan hátt að rífa niður og eyðileggja það sem fagurt er. — Að hatrið og afbryðissemin skuli svo oft koma mönn- unum til að mölbrjóta musteri fegurðarinnar og dýrðar- innar á jörðinni, en reisa stundum í þeirra stað ljótar og ömurlegar hallir eigingirni og vonsku. — En nú mátti varla nema staðar við heilabrot. Var mér nú boðið að vera á þessu fagra heimili Thor- lakson-hjónanna meðan eg dveldist þar vestra. En sonur minn og tengdadóttir færðu sig þegar nær kirkju sinni í Ballard, og fengu þá fyrst athvarf á hinu vingjarnlega heimili Mrs. Helgu Sumarliðason, nærri kirkjunni. Þar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.