Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 20
114
í því að halda uppi ákveðinni og' lifandi kirkjulegri starfsemi
á hverju sem gengi.
Sunnudaginn 18. júlí messaði eg í Vancouver, samkvæmt
ósk þessarar nefndar. Var messan vel og rækilega aug-
lýst af nefndinni, og meðlimir nefndarinnar tii staðarins er
messa átti að byrja, til að taka á móti messugestum. Var því
iíkast að hér væri gamall söfnuður og æfður í kirkjulegri
starfsemi, þó hér væri reyndar ekki um reglulegann söfn-
uð að ræða. Messað var í dönsku kirkjunni, þar sem guðs-
þjónustur íslendinga hafa venjulegast farið fram. Aðsókn
var góð. Þekkti eg marga af messugestunum frá Sask. Átti
eg með fólkinu mjög ánægjulega og góða stund. Rev. Soren-
son, presturinn, sem þjónar í jpessari kirkju var með okkur
þarna. Tók hann þátt í guðsþjónustunni, og ávarpaði messu-
gesti bróðurlega og hlýlega. Þess var og minst með þakk-
iæti hve vel Rev. borenson og söfnuði hans hafði altaf farist
við íslendinga. Altaf hafa þeir verið boðnir og búnir að
lána kirkjuna án þess að biðja um nokkurt endurgjald.
Danska kirkjan er ekkert sérlega stórt hús, en hún er ákaf-
lega falleg og kirkjuleg. Sjaldan hefi eg séð svo fagra kirkju
af þeirri stærð. Söfnuðurinn hafði víst reist hana sjálfur og
kom þar fram mikill smekkur og jafnvel listhneigð í öllum
írágangi. Auk kirkjusalsins sjálfs, sem svona er fagur, er
ágætt skrúðhús í kirkjunni, og undir henni mjög vandaður
kjallarasalur, þar sem er rúm til fundarhalda, veitinga og
annars fleira er stendur í sambandi við safnaðarstarfið.
Þeir Hálfdan tengdabróðir minn og G. F. Gíslason góð-
kunningi minn keyrðu mig mikið um bæinn. Reyndu þeir
að gjöra mér staðhætti alla sem kunnasta og skiljanlegasta
sem unt var á stuttri stundu. Þeir fylgdu mér á heimili
margra vina og kunningja, og kyntu mig mörgum úr hópi
hinna fjölmennu íslendinga í Vancouver. Ferðin var mér
bæði gagnleg og skemtileg, og naut eg gestrisni mikillar og
góðsemdar, og mun lengi muna.
Meðan eg var í Vancouver, kom eg þrisvar til Blaine,
Wash. í fyrstu ferðinni var viðdvölin mjög stutt. Þó kom
eg heim að heimili forseta Lúterska safnaðarins í Blaine,
og átti stutt en ánægjulegt tal við hann og konu hans; samdist
þá svo að eg mundi aftur koma þar við. Einnig kom eg
snöggvast við á heimili þeirra Mr. og Mrs. Andrew Daniel-
son, og átti þá stutt en ánægjulegt viðtal við þau hjón.
Annað skiptið sem eg kom þangað, kom eg á heimili Mr. og
Mrs. Halldor Johnson utarlega í Blaine, og hitti þar auk