Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 16
110
mínu prestakalli, en nú er í Seattle; en líka á heimilum
annars fólks, sem stendur í vináttusambandi við son minn
og konu hans. En eg verð nú að breyta til og reyna að stikla
áfram á stórum steinum það sem eftir er, annars verður
ekkert hægt að birta “rúmsins vegna”. Eg hleyp því yfir
alt fram á sunnudagskvöld. Þá erum við komin yfir í
kirkju Hallgrímssafnaðar (Calvary Church). Það er að
nálgast messutíminn (kl. 7.30 e. h.). Fólkið streymir þangað
í stórhópum. Fjórir prestar hafa þegar safnast í skrúðhús
kirkjunnar: Séra Siguður Ólafsson, séra Kolbeinn Sæmund-
son, Harald sonur minn og eg. Við göngum svo úr skrúð-
húsinu, inn eftir kirkjunni upp að altarinu og staðnæmumst
þar. Meðan við göngum inn stendur söfnuðurinn og allir
syngja sálm, og fyrir söngnum beitir sér mjög fjölmennur
söngflokkur undir leiðsögn Mr. Tana Björnson, söngstjóra,
en Miss Thora Johnson er við orgelið.
Vil eg nú hér lýsa kirkju safnaðarins að nokkru. Að ytra
útliti er kirkjan fremur óvanaleg. Og á þeim tíma sem
athöfn þessi fór fram hafði hún ekki verið máluð að utan
nýlega, og var því ekki svo álitleg, sem nú mun vera, síðan
að söfnuðurinn lét mála hana og gjöra á henni ýmsar nauð-
synlegar viðgerðir. En inni fyrir var kirkjan björt, hrein
og nýleg. Kirkjan sjálf rúmar um 300 manns í sætum. í
henni er fallegt altari og prédikunarstóll, og hentugur söng-
pallur, með öllum nauðsynlegum kirkjumunum. Þ.ar er hátt
undir loft, og salurinn hinn prýðilegasti. Kirkjan er mjög
fallega og vel raflýst. Herbergi eru þar fyrir prest og
söngsveit. Til hliðar við kirkjusalinn sjálfann er sunnu-
dagaskólasalur, sem er sérlega vel sniðinn til kennslu. Og
ef þess gjörist þörf er hægt að opna vegginn milli kirkj-
unnar og þess sunnudagtskólasals, svo að fjölda margir
fleiri geti þannig rúmast í kirkjunni. í kjallaranum er stór
salur, þar sem má hafa samkomur, fundi, sunnudagaskóla,
veitingar o. s. frv. Auk þess er þar rúmgott eldhús með
mörgum þægindum. Er þar og annað minna herbergi, sem
má nota fyrir skrúðhús ef þess gjörist þörf.
Það er því auðsætt öllum að þetta kirkju-heimili Hall-
grímssafnaðar er mjög gott og hentugt til þeirrar starfsemi,
sem þar er rekin. Á söfnuðurinn það nú skuldlaust, og
hefir lagt rækt við það að prýða það og bæta, eins og
áður var að vikið. Fjöldi íslendinga hefir nú flust til borgar-
innar, og æði margir þeirra sest að í Ballard-hverfinu, þar
sem kirkjan stendur. Og á þessum tímum er hagur fólksins