Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 17
111 yfirleitt með ágætum. Er því mikið og' glæsilegt tækifæri fyrir hendi að þroska og eíla söfnuðinn og sunnudaga- skólann, og uppbyggja Guðsríkið á þessum stöðvum. Enda mun vera mikill áhugi fyrir því hjá safnaðarfólkinu yfir- leitt og hjá prestshjónunum ungu, sem þar eru að hefja starf. En nú vil eg hverfa aftur að þeirri hátíðarguðsþjónustu sem þarna var að fara fram sunnudagskvöldið 11. júlí. Eg hafði verið svo heppinn að séra Sigurður Ólafsson, og frú hans frá Selkirk, voru stödd á ströndinni um þessar mundir, eins og hann hefir nú sjálfur sagt frá. Hafði hann góðfús- lega lofað að aðstoða mig við þessa hátíðarguðsþjónustu. Ennfremur átti eg því láni að fagna að séra Kolbeinn Sæmundson, sem þjónar hérlendum lúterskum söfnuði í suðurhluta Seattle-borgar, gat verið með okkur þetta kvöld og líka aðstoðað. Söfnuður hans tilheyrir: The Pacific Synod of the U. L. C. A. Var mér sagt að starf séra Kol- beins blómgaðist þar sérlega vel og væri á góðu þroskaskeiði. Lán er það Hallgrímssöfnuði með öðru fleiru, að Mr. Tani Björnson, sem áður átti heima á Mountain, hefir flust til Seattle, og tekið að sér söngstjórn hjá Hallgrímssöfnuði. Hann er söngmaður góður og hæfileika maður á því sviði. Þetta kvöld naut flokkurinn aðstoðar Miss Elaine Freder- ick, sem söng einsöng með flokknum. Hún hefir líka góða hæfileika og mentun á sviði sönglistarinnar. Talið var að um 300 manns hafi verið við messuna þetta kvöld. Flest allir viðstaddir voru íslendingar, þó munu nokkrir innlendir hafa veriö þar með, einkum þeir er giftir eru íslenzkum konum eða mönnum. Það varð hlut- skifti mitt að prédika þetta kvöld og að setja í embætti hinn unga prest, sem hér var að hefja starf eins og áður hefir verið sagt. Hugur minn og hjarta var fult hrifningar, þakklætis, og fagnaðartilfinninga á þessari stundu. Mér fanst eg fynna til nærveru Guðs þar með náð sína og leið- s«gn. Andi minn nálgaðist Guð, og eg bað hann í einlægni hjartans að blessa söfnuðinn og prestshjónin ungu, og gefa starfi þeirra góða, gifturíka og mikla ávexti. Eftir hátíðarguðsþjónustuna bauð kvenfélag safnaðar- ins þessum mikla fjölda messugesta til kaffidrykkju og veitinga í kjallarasalnum. Voru veitingarnar ljúffengar og öll framreiðsla til mestu sæmdar. Gaman var það fyrir mig að heilsa öllum þeim mikla fjölda kunningja þarna, og að eignast aðra nýja. Það var orðið áliðið er samkvæminu lauk þar. Munu þá allir hafa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.