Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1943, Blaðsíða 11
105 árum undir áhrif þessa mikilsvirta og ástsæla æskulýðs- leiðtoga heimaþjóðarinnar, munu einnig jafnan minnast hans með þakklæti og virðingu. Undanfarin ár hefir séra Friðrik dvalið í Danmörku og hefir, auk annara starfa, lokið við að rita æfisögu sína. Danska stórblaðið “Berlingatíðindi’' í Kaupmannahöfn flutti á afmælisdaginn langt samtal við hann, en vinir hans og samstarfsmenn héldu honum aímælisveislu í húsi K. F. U. M. þar í borginni. Hafði hann áður dvalið langvistum og starfað að kristilegum málum í landi þar og er þar vinsæll mjög eigi síður en í heimalandi sínu. Vinir hans hérna megin hafsins senda honum kveðjur og árnaðaróskir yfir hið breiða haf og fagna þeirri frétt, að líðan hans er góð. Preslaslefnan 1943. Prestastefna íslands var í ár háð í Reykjavík dagana 27.—29. júní, og var hin fjölmennasta, sem haldin hefir verið í seinni tíð, er 70 prestvígðir menn sóttu hana og að auk nokkurir guðfræðinemar. Við guðsþjónustu þá, er fram fór í byrjun prestastefnunnar, var vígður til Glaumbæjarpresta- kalls séra Gunnar Gíslason cand. theol. frá Seyðisfirði. Kvað vígsluathöfnin hafa verið bæði fögur og hátíðieg, eins og vænta mátti. Auk hans höfðu fjórir nýir starfsmenn bætst í hóp íslenzkra presta á árinu, meðal þeirra Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason, er vígður var heimilisprestur á Elliheimil- inu Grund í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu biskups höfðu einnig fimm prestar fallið frá á árinu, og var séra Stefán Björnsson á Eskifirði, prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi og fyrrv. ritstjóri “Lögbergs”, einn þeirra. Þá skýrði biskup frá því að allmargar kirkjur væru í smíðum víðsvegar á landinu, eða yrðu reistar á þessu ári. Ennfremur greindi hann frá því að sálmabókarnefndin hefði að mestu leyti lokið störfum sínum og kæmi hin nýja sálmabók væntanlega út í haust eða snemma vetrar. Munu margir fagna þeim tíðindum og hyggja gott til útgáfu sálmabókar þessarar, því að hennar er sannarlega engin vanþörf. Prestastefnan hafði með höndum mörg merkismál, varð- andi andlegt líf þjóðárinnar og menningu hennar, meðal annars samþykkti hún sérstaklega eftirtektarverðar tillögur um aukna kristindómsfræðslu í skólum landsins, unglinga skólum, héraðs- og gagnfræðaskólum, húsmæðraskólum, kvennaskólum og stúdentaskóium, er fara fram á það, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.