Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1930, Page 6

Sameiningin - 01.03.1930, Page 6
68 bar, var hinn mikli Níagarafoss í nánd við Buffalo. Er hann eins og kunnugt er mesti foss Ameríku og fegursti um leið og hann er einn mesti og fegursti foss í öllum heimi. Við ókum fyrst meðfram hinni fögru og lygnu Níagara á. Alt 'var svo kyrlátt og rólegt. Ekkert sem boðaði nálægð hiíis mikla náttúru-undurs. En senn koma strengirnir. Þar situr strandað skip fast á klettum. Hafði slitnað upp og var að berast í fossinn með þremur mönnum á. Þeim bjarg- a,?S meö naumindum eftir að skipiö festist. Svo steypist áin innan skams í hinn mikla foss. Eyrir ofan fossinn er skógi vaxinn eyja, sem klýfur fljótið, svo fossarnir veröa tveir. Canada-megin er skeifu-myndaði fossinn (Horseshoe Falls), sem mjög var hulinn úða. Við fórum þar í vos-klæði og stigum inn í lyftivél, er fór með okkur niður á bak viS fossinn. Bandaríkjamegin er fossinn beinn ('American Falls). En stór klettur skiftir honum þannig, a8 öðru megin myndast hin fagra brúöarslæSa fBridal Veil). Dvöldum þarna við fossinn nokkurn hluta sólríks eftirmiðdags og gleymum aldrei því dýrðlega perluflóði, sem blasti viö okkur. Mér koma í hug, er ég hugsa um fossinn, ummæli úr skáldsög- unni “The Rosary” eftir Florence Barclay. Ein sögupersónan, Jane Ohampion, er í vanda miklum, þó ekki væri hún líkamlega veik. Henni hugkvæmist aS senda eftir lækni. Læknisráðið er þetta: “See a few great things. You will like to remember, when you are pouring water in and out of tea cups, ‘Niagara is flowing stilh’ ” (Þú þarft að sjá nokkuð af þvi stórfengilega. Þér kemur vel að minnast þess er þú rennir vatni í og úr tebollunum að Niagarafossinn er enn viö lýði). Mun það gott ráð við ýmsu smálegu og mun hugur minn hvarfla að því, ef leið fer í mig við leirtauið. New York borg veröur ekki lýst í stuttu máli. Enda gerist þess ekki þörf hér. Hin nýja borg er að rísa upp tíguleg og fögur eins og úr álögum, en skuggahverfin eru eins og hamurinn sem maður vonar að hún felli af sér að fullu með tíð og tíma. Mun það þó eiga langt í land. Finst manni hún fremur safn af borgum en ein borg, svo kennir þar margra grasa. Þar er samsafn allra þjóða og á höfninni liggja skip allra þjóða. Mér fanst æskudraumur ræt- ast er við sigldum út frá höfninni og fram hjá frelsisgyðjunni (Statue of Liberty), er Frakkland gaf Bandaríkjunum á 100 ára afmæli sjálfstæðis þeirra 1876, þó ekki væri henni komið fyrir í ihöfninni fyr en 1886. Er hún eftir listamanninn Bartholdi og er risavaxnasta bronze myndastytta í heimi. Hvert skólabarn i Banda- ríkjunum dreymir um það að fá einhverntíma að sjá þessa ímynd frelsisins. Þann draum hafði ég einnig átt. En ekki fanst mér á því nokkur vafi að hýrari var gyðjan í bragði, er hún fagnaöi okkur á heimleið. Tíu daga sjóferðin frá New York til Kaupmannahafnar var alveg einstakur þáttur í ferðalaginu. Ætla ég ekki að lýsa henni að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.