Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 9

Sameiningin - 01.03.1930, Síða 9
71 en margir enskutalandi álitu aS hann mundi hafa talað á einhverju öðru máli, því þeir könnuðust ekki viS enskuna i umbúöum danska hreimsins. Bregöur nú fyrir ein mynd eftir aðra meö miklum tilbreytingum. Yfir dönsku eyjarnar er fariö á járnbrautarlest og eru vagnarnir tvívegis fluttir á ferju, i síöara skiftiS nokkra tíma ferö yfir Eystra- salt til Þýzkalands. Danmörk er frjósamt land og fagurt og finst manni að lýsingin gamla af neflausri ásýnd og augnalausri, muni fremur hafa veriö sprottin af sársauka viö Dani út af meöferð á íslendingum en því að landiö sé svo snautt af fegurö. Sem betur fer ríkir nú heilbrigöari andi milli þessara frændþjóöa. Á leiðinni til Berlín frá hafnarbænum Wernemunde fer maöur gegnum skóg- lendi mikil, og er alkunn stjórnsemi Þjóðverja í því sem mörgu ööru aö rækta altaf nýjan skóg í staö þess, sem höggviö er árlega, svo aldrei gangi til þurðar. Á vikudvöl á Þýzkalandi fengum viö aö sjá mikið af náttúrufegurö og mannvirkjum en líka svip og einkenni mikilhæfrar þjóöar, sem á yfir aö ráöa einni auðugustu menningu heimsins. Alstaöar er vottur um þjóð, sem metur aga og reglusemi og gerir ekkert til hálfs. .Hvert bændabýli og þorp er fyrirmynd í um- gengni. Hvergi er útsýni spilt meö auglýsinga-fargani ýbill boards). Höfuðborgin Berlín, er telur um fjögur miljón íbúa, er betur þrifuö jafnvel í fátækustu hverfunum en nokkur borg af þeirri stærö. Blómastokkarnir við hvern glugga sýna manni inn í sál þjóðarinn- ar. Þaö eru iðnaðarsvæðin þar eins og víðar sem eru gjörsneydd allri fegurð. Á söfnum og sögustöðum er maður mintur á liðna sögu. Konunga og keisarahallirnar gömlu bæöi í Berlín og Potsdam eru slík söfn. 1 hinni fögru Sans Souci og “nýju höllinni” — sem báðar eru frá tíð Friðriks mikla — lifir andi Ihins liðna. Er auðsætt hve mjög andi Eriðriks mikla hefir hertekið ímyndunarafl þjóðar- innar og verið stoð og stytta keisaraveldisins. Vottur er þaö um þrek þjóðarinnar að hún nú á grundvelli hruninnar frægðar keisara- dæmisins, er að byggja upp lýðveldi, sem er að hepnast vel og varð- veita samhengi í menningu ríkisins. Merkilega lítið gætir eftirstöðva ófriðarins mikla. Skilsmunur þess að tapa og vinna sigur í ófriði, virðist vera að hverfa. Sannleikurinn sá vitanlega að allir tapa. Tvær ógleymanlegar myndir frá Þýzkalandi vil ég enn nefna. Önnur er frá því sem fyrir augun bar; er við ferðuðumst á skipi upp ána Rín frá Köln til Mainz. Hin frá háskólabænum Heidelberg, er hjúfrar sig inn í fjalllendið meðfram ánni Neckar. Heillandi nátt- úrufegurð og minningar æfintýraríkrar sögu fylgjast hér að. En sú saga á sínar skuggahliðar. Um þetta svið hafa þjóðirnar barist svo öldum skiftir. Vonandi að nýr dagur Sé að renna yfir mann- kynið í friðarmálunum. Viku áttum við á Svisslandi í Basel, Lucerne og Interlaken og þar í grend. Vötnin, fjöllin, fossarnir og fólkið var alt svo heill-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.