Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1930, Blaðsíða 11
inu. Hópa af ferSamönnum sáum viS leggja upp jökulinn bundna saman meS taug og var vanur leiðtogi í fararbroddi. En ásátt vorum við með aS hafa ekki lagt upp í leiSangur upp í snjóþakin öræfin, er viS stundu seinna heyrSum feikna dunur og var sagt aS þaS væri snjóskriSa hinumegin í fjallinu. En sú mynd, sem öllum öörum fremur hreif okkur í fjall-lendi Sviss- lands var hiS tignarlega fjall “Jungfrau,” eins og þaS blasir viS frá In- terlaken. Er viS sáum þaS í sínum fannhvíta mötli um hádegiS eSa þegar þokuslæSingurinn sem oft umvefur þaS aS morgninum var horfinn, fanst okkur mikiS til um tign 'þess, en þó var þaS aSeins svipur hjá sjón aS sjá fjalliS i sólsetursdýrSinni. í>á stóS þaS alt sem í eldi og verSur því geislaflóSi ekki lýst. Sá á ekki lotning til i fari sínu, sem ekki finnur til hennar andspænis slíkri sýn. Á Erakklandi urSum viS fyrir einu þvingandi hitadögunum á ferSalaginu. Var þaS fyrst á járnbrautarlestinni frá Svisslandi til París og svo nokkuS af viSdvölinni í borginni. Eins og flestar stórborgir er París bæSi fögur og ljót og eru andstæSurnar mjög átakanlegar. MikiS ber þar á fátækt og borgin er ekki vel haldin. Vorum viS svo heppin aS vera þar þjóShátíSardaginn, 14. júlí, sem í þetta sinn bar upp á sunnudag. Kveldinu áSur var sérstök raflýsing og ljósadýrS einkurn meSfram ánni Seine. Eiffel turninn frægi einnig í tilbreytilegu ljósaskrúSi. Þessi næturmynd af París verSur okkur minnisstæSust og kemur þaS vel heirn, því París nýtur sín efalaust bezt á næturnar. ViS fórum mikiS um borgina og einnig til Versailles og komum á söfnin í konungahöllunum þar. Allir ferSamenn koma á Eouvre-safniS, aS legstaS Napoleons, í Notre Dame dómkirkjunni og Pantheon, í dýflissu stjórnarbyltingarinnar og marga aöra merka staSi, en tími leyfir ekki aS segja frá því. Svo er ekki aS furSa þó kvenfólkiS falli fyrir þeirri freistingu aS líta inn í eitthvaS af hinum frægu verzlunarbúSum, á þessu höfuS- setri móSsins. En viS þar er ekki ‘þörf aS dvelja hér, því ég hef þaS fyrir satt aS betri kjörkaup megi fá hjá Hudson’s. Bay og Eaton. ÞaS hefSi veriS ginnandi aS ílengjast í Normandí, sem aöeins brá fvrir á hraSri ferö. Frá dvölinni á Englandi mætti frá ýmsu segja, því “landiS er fagurt og frítt” og í Lundúnaborg og í Edin- borg á Skotlandi nutum viS margs, en bæSi er þetta kunnara mörgum sem á mig hlýöa og svo er hitt aS snöggvast verS ég aS koma viS á íslandi áöur en ég lýk máli mínu. Mér finst aS á engan hátt geti koma til íslands orSiS ánægju- legri en þegar ferSast er meS íslenzku skipi. Fengum viS far meS Brúarfossi og höfum einungis hiS bezta aS segja af skipinu, hinum gjörvilega skipstjóra og skipshöfninni íslenzku. Og far- þegjahópurinn var úrvalsliS, bæSi Islend'ingarnar og aörir. Þegar ísland tók aö nálgast voru allir upp á þilfari og biSu þess meS ó-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.